fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Stór breyting á Megavikunni hjá Domino’s

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 21. febrúar 2022 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Megavikan hjá Domino’s hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein stærsta tilboðsvika skyndibita hér á landi. Pizzuunnendur landsins bíða margir eftir Megaviku með mikilli eftirvæntingu enda fást þá matseðilspizzur Domino’s á mun betra verði en venjulega.

Megavikan þessa vikuna er þó nokkuð öðruvísi en hún hefur verið áður, stór breyting hefur orðið þar sem nú er einungis hægt að panta tilboðið í appinu eða á netinu.

Magnús Hafliðason, forstjóri Domino’s hér á landi, útskýrir í samtali við DV hvers vegna þessi breyting var gerð. „Domino‘s hefur síðastliðinn 10 ár verið að færa móttöku pantana yfir á netið en sú breyting hófst með tilkomu Domino‘s appsins og uppfærðar vefsíðu árið 2012,“ segir Magnús.

„Síðan þá hefur notkun stóraukist og í dag eru rétt tæplega 90% allra pantana hjá félaginu í gegnum stafrænar leiðir. Hluti af þessari umbreytingu er að færa okkar hagstæðustu tilboð yfir að vera eingöngu í boði á netinu. Sem dæmi má nefna mánaðarlegt tríó tilboð okkar sem hefur verið bundið við netið frá upphafi. Megavikan á netið er liður í þeim breytingum.“

Magnús á ekki von á því að þessi breyting hafi mikil áhrif á viðskiptin. „Ég á ekki von á því þó þetta séu viðbrigði fyrir ákveðinn hluta viðskiptavina,“ segir hann.

„Samkvæmt könnun sem Gallup hefur framkvæmt síðustu ár eru viðskiptavinir sem panta á vef eða með appi mun ánægðari en aðrir. Þar geta viðskiptavinir vistað sínar uppáhalds pantanir, afgreiðslustaði og heimilisföng og valið úr fjölda greiðslumáta – allt með það að markmiði að gera ferlið einfalt og fljótlegt. Á dominos.is má einnig kaupa stafræn gjafabréf og nálgast innihalds- og næringarupplýsingar.“

Þá bendir Magnús á að vefsíðan og appið hjá Domino’s hafa hlotið fjölda viðurkenninga síðustu ár fyrir góða upplifun viðskiptavina. „Sem dæmi um það má nefna að appið vann verðlaun sem app ársins 2021 á Íslensku vefverðlaununum og vefurinn valinn vefverslun ársins 2020.“

Áfram hægt að hringja í 58-12345

Áhyggjufullir og tæknihræddir neytendur Domino’s þurfa þó ekki að örvænta fyrirtækið mun hjálpa þeim sem ná ekki að panta á netinu eða í appinu. „Samhliða því að færa móttöku pantana yfir á netið í auknu mæli höfum við aukið stafræna þjónustu við viðskiptavini. Hægt er að fá aðstoð í netspjalli á Dominos.is en einnig er ávallt opið fyrir skilaboð, bæði í gegnum samfélagsmiðla og tölvupóst,“segir Magnús.

„Viðskiptavinir geta að sjálfsögðu áfram hringt í eitt þekktasta símanúmer landsins, 58-12345, til dæmis ef þeim vantar upplýsingar eða hafa athugasemdir varðandi vöru eða þjónustu. Þeir sem eiga í vandræðum með að senda inn pöntun eru hvattir til þess að hafa samband og við aðstoðum eftir fremsta megni. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“