fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fókus

Eign dagsins – Hlýr og bjartur gullmoli í Kópavogi með langa sögu

Fókus
Fimmtudaginn 2. júní 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má með sanni að það sé bæði hlýlegt og bjart í eign dagsins í dag, en um er að ræða íbúð á Hlíðarvegi í Kópavogi í húsi sem á sér langa sögu og líklega stað í hjarta margra sem ólust upp í nágrenninu.

Þar var í fjölda ára, á hæðinni fyrir neðan, rekinn verslunin Hvammsval. Líklega ófáir sem lögðu leið sína þangað til að kaupa mjólkurfernu fyrir foreldrana með brakandi 100 krónu seðli og ef heppnin var með manni var hægt að velja sér bland í poka fyrir afganginn. Þetta var fyrir tíma opnu nammibaranna í verslununum svo sælgætinu var stillt upp fyrir aftan glerskilrúm, í litlum kössum og sá afgreiðslumanneskjan um að koma þeim í litla græna nammipoka.

Fyrir þá sem muna enn lengra aftur var þarna fyrir ennþá lengra síðan að finna útibú frá kjörbúðinni KRON sem opnaði á sjötta áratug síðustu aldar.

Nú hefur húsið fengið yfirhalningu og er jarðhæðin nú skipulögð sem íbúðarhúsnæði en ekki atvinnuhúsnæði.

En aftur að eign dagsins. Íbúðin er skráð 130,4 fermetrar og þar af er bílskúr sem er 34,7 fermetrar. Þar má finna þrjú svefnherbergi, opið rými með stofu, borstofu og eldhúsi og svo er þvottahús á hæðinni sem er sameiginlegt með einni annari íbúð. Eins eru stórar sameiginlegar svalir á hæðinni. Ásett verð er 78,8 milljónir.

Nánar má lesa um eignina á Fasteignavef DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Vildi sýna að það þarf ekki að vera framið subbulegt morð til að lífið sé spennandi“

„Vildi sýna að það þarf ekki að vera framið subbulegt morð til að lífið sé spennandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands