fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Fyrsta stiklan úr The Kardashian kemur aðdáendum í opna skjöldu – Allt sem við vitum

Fókus
Föstudaginn 25. febrúar 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta stiklan úr nýju raunveruleikaþáttum Kardashian fjölskyldunnar er komin og gefur ýmsar vísbendingar um hvað koma skal.

Fjölskyldan var með raunveruleikaþættina Keeping Up With The Kardashians á sjónvarpsstöðinni E! í fjórtán ár, en síðasta þáttaröðin kom út í fyrra og færðu stjörnurnar sig yfir á streymisveituna Hulu. Þættirnir munu einfaldlega heita The Kardashians og fyrsti þáttur fer í loftið 14. apríl næstkomandi.

Aðdáendur hafa beðið óþreyjufullir eftir að fá sýnishorn úr þáttunum og fengu loksins ósk sína uppfyllta á dögunum þegar fyrsta stiklan var sýnd í The Bachelor á sjónvarpsstöðinni ABC. Það tók ekki langan tíma fyrir netverja að endurbirta stikluna, eins og aðdáendasíðuna @kardashianvideo.

Það er margt sem við fáum að vita í þessu myndbandi og ýmislegt sem kemur á óvart.

Eins og það er helling af myndefni af Travis Barker, trommara Blink-182 og unnusta Kourtney Kardashian. En það kemur mörgum á óvart að Kourtney muni vera svona mikið í þáttunum og sýna svona mikið frá samandi sínu, þar sem hún var komin með nóg af því að taka upp fyrir Keeping Up With The Kardashians og það skapaði mikla togstreitu milli systranna. Hún var nánast hætt í þáttunum undir lokin en virðist ætla að vera í aðalhlutverki í The Kardashians, aðdáendum hennar til mikillar gleði.

Sýnt verður frá trúlofuninni í þáttunum.

Kim Kardashian slær á létta strengi þegar móðir þeirra, Kris Jenner, tekur utan um Kourtney eftir að Travis fór á skeljarnar og segist vera hamingjusöm. „Hún hefur aldrei látið svona við mig og þetta hefur alveg gerst nokkrum sinnum,“ segir Kim við hlátrasköll fjölskyldunnar.

Pete Davidson, kærasti Kim Kardashian, er ekki í stiklunni en við fáum að sjá þegar Kim ferðast til New York til að koma fram í Saturday Night Live, svo það gæti breyst þegar þættirnir fara í loftið.

Sjá einnig: Scott Disick neitar að vera í sama herbergi og Travis Barker – Hélt að hann og Kourtney ættu séns

Það sem kom aðdáendum mest á óvart var að hvergi sást í Scott Disick í stiklunni. Scott er fyrrverandi kærasti og barnsfaðir Kourtney Kardashian. Hann spilaði stórt hlutverk í Keeping Up With The Kardashians, þó svo að hann og Kourtney hefðu hætt saman árið 2015. Margir aðdáendur velta því fyrir sér hvort hann muni vera í þáttunum yfir höfuð eða ekki, þar sem honum hefur ekki tekist að fara leynt með óánægju sína á sambandi Kourtney og Travis.

Sjá einnig: Scott Disick er að „missa vitið“ yfir trúlofun Kourtney Kardashian

Sjá einnig: Fyrrverandi Kourtney Kardashian afhjúpar skilaboð frá Scott Disick – „Er þessi gella í lagi?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu