fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fókus

Scott Disick neitar að vera í sama herbergi og Travis Barker – Hélt að hann og Kourtney ættu séns

Fókus
Fimmtudaginn 21. október 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott Disick, barnsfaðir áhrifavaldsins Kourtney Kardashian, er ekkert hoppandi kátur með trúlofun Kourtney og tónlistarmannsins Travis Barkers. Nú hefur erlenda slúðurpressan greint frá því að Scott neiti að vera í sama herbergi og Travis og hafi þess vegna forðast fjölskylduhittinga Kardashian-fjölskyldunnar undanfarið. Að sögn heimildarmanna er Scott að eiga erfitt með að sætta sig við að barnsmóðir hans sé trúlofuð öðrum og er nú að taka sér smá tíma fjarri Kardashian-fjölskyldunni til að sætta sig við aðstæður.

Samkvæmt heimildarmanni US weekly þá hefur Scott ekki átt sjö daganna sæla undanfarið. Hann kæri sig ekki um að vera í kringum unnusta Kourtney og sé óöruggur um stöðu sinnan innan Kardashian-fjölskyldunnar.

Kardashian-fjölskyldan dýrkar Scott og hafa sagt honum að hann sé hluti fjölskyldunnar sama hvað, en honum finnst hann samt hafa fjarlægst þau og finnst hann vera meira utangarðs en nokkru sinni áður.“

Þrátt fyrir að Scott og Kourtney hafi slitið sambandinu sínu fyrir þó nokkru síðan hefur þeim samt verið vel til vina og hefur Scott yfirleitt verið fengið að fljóta með í flest fjölskylduferðalög og mætt á flestar samkomur fjölskyldunnar, en nú er annað hljóð í Scott.

„Hann forðast fjölskylduhittinga sem Travis mætir á, og hann hefur stundum neitað að vera í sama herbergi og hann. Það má með sanni segja að hátíðirnar á þessu ári verði erfiðar og að slegist verði um börnin.“

Að sögn slúðurpressunnar hefur Scott verið „gjörsamlega miður sín“ síðan hann frétti af trúlofuninni og samkvæmt heimildum People er Scott núna að taka sér tíma til að melta fréttirnar.

Scott hefur ekki viljað horfast í augu við samband Travis og Kourtney því honum fannst hann ekki þurfa þess,“ sagði heimildarmaðurinn sem bætti við að Scott hafi ekki tekið samband sinnar fyrrverandi alvarlega og taldi að það myndi bara renna sitt skeið á skömmum tíma.

„En það gerðist ekki og nú þarf hann að horfast í augu við þetta sem er óþægilegt. hann veit að hann þarf að takast á við þetta þrátt fyrir óþægindin og komast yfir þetta. Hann veit að það er ekki hlutverk Kourtney eða Travis að hugga hann. Það er undir honum komið og ef hann ætlar að ala upp börn sín með Kourtney, sem hann hefur gert hingað til, þá verður hann að sætta sig við þetta.“

Scott eigi sérstaklega erfitt með þetta þar sem hann stóð alltaf í þeirri trú að hann og Kourtney myndu taka aftur saman á endanum.

Sjá einnig: Scott Disick er að „missa vitið“ yfir trúlofun Kourtney Kardashian

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“