fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Björn segir hvernig hugmyndin um Verbúðina varð til – „Við erum reyndar ekki alveg að fara þangað“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 29. janúar 2022 10:28

Skjáskot: Verbúðin/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er gestur í nýjasta þætti hlaðvarpsins Mannlífið. Þar ræðir hann að sjálfsögðu um nýju þættina Verbúðina sem eru búnir að vera að gera allt vitlaust undanfarnar vikur. Björn leikur í þáttunum en þess að auki er hann einn af höfundum þeirra

Björn segir til dæmis frá því hvernig hugmyndin um Verbúðina varð til. Hann segir að hann og hinir höfundarnir hafi verið með hugmynd að smábæjarsögu en að það hafi vantað grunninn að sögunni. „Það verður að vera grunnur að öllum sögum. Einhver rót. Við ætluðum að gera persónugallerí sem gerðist jafnvel í smábæ á Íslandi,“ segir hann.

Þá ræddi norskur handritshöfundur við Gísla Örn Garðarsson, sem leikur einmitt líka í þáttunum ásamt því að vera höfundur þeirra. Norski handritshöfundurinn sagði við Gísla að það væri sniðugt að tengja söguna við kvótamálið. „Við fórum að skoða hvort það gæti verið partur af því og svo með tímanum tók það yfir,“ segir Björn.

„Við erum alltaf með fullt af hugmyndum, alls konar sögur, en stundum fer það ekki af stað af því að það vantar oft lykilinn að einhverju; það gætu verið áhugaverðar persónur og einhver framvinda en það vantar oft lykilinn að einhverju.“

Vissu hvað hafði gerst en ekki af hverju það gerðist

Þegar Björn og öll hin sem sömdu þættina byrjuðu að skoða upphaf kvótakerfisins betur áttuðu þau sig á því að þau vissu ekki „baun í bala“ hvernig það var. Þau ákváðu því að tala við ýmsa aðila sem þekktu kvótakerfið betur en þau. „Við þurftum náttúrlega að rannsaka þetta vel,“ segir Björn.

„Við vissum hvað hafði gerst en við vissum ekki hvernig það gerðist og af hverju það gerðist. Allavega ekki hvernig það gerðist.“

Björn segir að það sé ánægjulegt að þurfa að fara í rannsóknarvinnu sem þessa þegar verið er að búa til svona sögu. „Þetta er eins og að fara í nám í máli eins og kvótamálinu,“ segir hann.

„Við vildum búa til sjónvarpsseríu þar sem fólk myndi fá þau áhrif sem við vorum að fá þegar við vorum að skoða hvað raunverulega gerðist. Og vonandi verður það þegar við verðum búin að sýna alla seríuna að fólk hugsi: Já, svona var þetta.“

„Við erum reyndar ekki alveg að fara þangað“

Björn útskýrir þá hvernig mörkin milli skáldskapar og raunveruleika liggja í Verbúðinni. „Við verðum að leyfa okkur að fara svolítið frjálslega með staðreyndir. Við erum að segja sögu en þetta er byggt á hlutum sem gerðust,“ segir hann.

Þá segir Björn að þau hafi líka skoðað hvernig annað kvikmyndagerðarfólk hefur sagt sögur sem byggðar eru á raunverulegum atburðum. „Oliver Stone kvikmyndagerðarmaður fór mjög frjálslega með þegar hann gerði John G. Kennedy-myndina eða Nixon; þú ert alltaf með þitt sjónarhorn á hlutina. Hann er með mjög skýran fókus og myndirnar hans eru eins og honum finnst sagan vera hvernig Kennedy var drepinn og hvernig Watergate var í kringum Nixon,“ segir hann.

„Við erum reyndar ekki alveg að fara þangað; við erum eiginlega að segja „þetta finnst okkur“ á mjög hlutlausan hátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“