fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Fókus

Rukkar fyrrverandi sem hélt framhjá tugi þúsunda fyrir að tala við sig

Fókus
Laugardaginn 4. september 2021 18:30

Myndir/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haley Pierce hætti með kærasta sínum eftir að hún komst að því að hann hefði sent öðrum konum skilaboð á stefnumótaforritinu Tinder, meðal annars á afmælisdaginn hennar. The Sun greinir frá.

Nú rukkar hún hann 34 þúsund krónur á viku, eða 200 pund, í skiptum fyrir að senda henni skilaboð og grátbiðja um fyrirgefningu hennar.

Haley, 20 ára, segir að hún hafi séð skilaboð frá kærasta sínum til annarra kvenna á Tinder. Sum þessara skilaboða sendi hann á meðan hún lá sofandi við hliðina á honum.

Haley segist hafa slitið sambandinu á staðnum, þau voru saman í tvö ár. Kærastinn brást illa við sambandsslitunum og byrjaði að grátbiðja hana um fyrirgefningu. Haley tók þá upp símann og tók myndband sem hún deildi á samfélagsmiðlum. Myndbandið hefur fengið mörg milljón áhorf og má heyra hann öskra „plís“ og síðan viðurkenna að hann sé „svo fokking mikill fáviti.“ Þú getur horft á það hér að neðan.

@groguthecarebearLike how you cheat and YOU the one crying?😂 ##cheaters ##cheater ##fypシ ##foryoupage ##JifRapChallenge ##NeverStopExploring ##UltaSkinTok♬ original sound – Haley Pierce

„Þegar ég sagði honum að sambandið væri búið þá byrjaði hann að fríka út og þess vegna byrjaði ég að taka upp. Hann var í móðursýkiskasti og var að segja alls konar klikkaða hluti. Ég hef enga samúð með honum. Ég var bara reið og hann var að reyna að spila með tilfinningar mínar,“ segir Haley.

„Ég tók þetta upp svo ég gæti sýnt öllum hvað hann hefur gert og að hann sé ekki þessi fullkomni gaur sem allir halda að hann sé.“

@groguthecarebearStory time tomorrow WITH RECEIPTS ##cheater ##cheaters ##fypシ ##NeverStopExploring ##JifRapChallenge ##foryoupage♬ original sound – Haley Pierce

Haley segir að hún hefði skyndilega fengið skrýtna tilfinningu um að kærastinn væri að gera eitthvað á bak við hana. Hún hafði rétt fyrir sér og komst að því að hann væri með aðgang á Tinder. Ekki nóg með það þá hefði hann sent nokkrum konum skilaboð, meðal annars á meðan hún svaf við hliðina á honum á afmælisdegi hennar í júní síðastliðnum.

Blokkaði hann

Haley „blokkaði“ hann alls staðar á samfélagsmiðlum. „Hann keypti ódýran blómvönd handa mér daginn eftir, súkkulaði og bangsa sem ég átti nú þegar, en það virkaði ekki. Hann hringdi síðan í mig úr síma bróður síns og sagði: „Ég skal gefa þér allan peninginn minn.“ Þannig ég sagði honum að senda mér 34 þúsund krónur og þá ég myndi þá tala við hann, sem hann gerði,“ segir hún.

„Hann leggur inn á mig þessa upphæð í hverri viku bara svo hann geti talað við mig.“

Haley er um þessar mundir atvinnulaus og í námi. Hún segist ætla að „nota hann“ þar til hún getur séð um sig sjálf.

„Þetta byrjaði á því að hann lagði inn á mig, síðan bauðst hann til að kaupa handa mér að borða. Ég er satt að segja bara að nota hann til að fá frían mat. Fyrir nokkrum dögum fór hann með mig í verslunarmiðstöð og eyddi öðrum 30 þúsund kalli,“ segir Haley.

„Hann er að reyna að fá mig aftur með því að borga mér en ég hef sagt honum að um leið og ég þarf ekki lengur á honum að halda þá hætti ég að tala við hann.“

Haley viðurkennir að það hefði verið erfitt að hætta með honum. „En hversu mikill fáviti þarftu að vera til að halda framhjá kærustu þinni til tveggja ára?“

„Ég ætla að halda þessu áfram þar til ég byrja sjálf að afla mér tekna. Eins og fæ vinnu eða verð áhrifavaldur á TikTok eða eitthvað. Þá hætti ég alveg að tala við hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ef kærastinn neitar að gera þetta í svefnherberginu, hættu með honum“

„Ef kærastinn neitar að gera þetta í svefnherberginu, hættu með honum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Riley Reid um ástæðuna fyrir því að hún hætti í klámi

Riley Reid um ástæðuna fyrir því að hún hætti í klámi