fbpx
Sunnudagur 23.janúar 2022
Fókus

Útvarpsstjörnur orðlausar yfir játningu karlmanns – Fór í aðgerð að neðan fyrir eiginkonuna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 28. september 2021 22:00

Jackie O var vægast sagt mjög hissa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsku útvarpsstjörnurnar Jackie O. Henderson og Kyle Sandilands voru vægast sagt orðlausar þegar hlustandi sagðist hafa gengist undir aðgerð á getnaðarlimi í von um að stunda oftar kynlíf með eiginkonu sinni. News.au greinir frá.

Jackie og Kyle eru þáttastjórnendur morgunþáttarins Kyle and Jackie O Show og taka reglulega við símtölum frá hlustendum.

Í þættinum í morgun voru þau með innslag þar sem þau áttu að giska hversu oft hlustandi stundaði kynlíf. Vörubílstjórinn Dan hringdi til að taka þátt í umræðunni og kom Jackie og Kyle aldeilis á óvart þegar hann viðurkenndi að hafa gengist undir aðgerð til að minnka getnaðarlim sinn því „eiginkonan kvartaði yfir því að hann væri of stór“.

Dan greindi frá þessu eftir að hann útskýrði að hann og eiginkona hans til 21 ára stunda kynlíf einu sinni í viku, en bara ef hann á frumkvæðið.

Dan sagði að áður fyrr var hann með 25 cm langan getnaðarlim en eiginkona hans kvartaði yfir því að hann væri „of stór og of langur.“ Dan lét taka nokkra sentimetra af honum í von um að eiginkonan væri oftar til í tuskið. Það gekk ekki.

Kyle var orðlaus.

Jackie og Kyle voru í sjokki þegar Dan sagði þeim raunir sínar sem útskýrði aðgerðina betur. Hann sagði að getnaðarlimurinn sé „styttur“ með því að „fjarlægja“ getnaðarliminn, taka hluta af honum í burtu og „festa hann aftur á.“

Fyrsta aðgerðin til að stytta getnaðarlim var framkvæmd árið 2015 á sautján ára dreng sem var með 17,8 cm langan getnaðarlim og með rúmlega 25 cm ummál.

Síðan þá hafa nokkrar svona aðgerðir verið framkvæmdar en þær eru mjög sjaldgæfar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn
Fókus
Í gær

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klámstjarna rifjar upp 18 tíma tökudag og afhjúpar hvað kynlífið sjálft tekur langan tíma

Klámstjarna rifjar upp 18 tíma tökudag og afhjúpar hvað kynlífið sjálft tekur langan tíma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiðra minningu Rósalindar rektors -Henni tókst bæði „að kæta fúlustu prófessora og veita stúdentum stuðning“

Heiðra minningu Rósalindar rektors -Henni tókst bæði „að kæta fúlustu prófessora og veita stúdentum stuðning“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opinberar skilaboð frá Britney Spears sem hún segir hreinsa hana af öllum áburði

Opinberar skilaboð frá Britney Spears sem hún segir hreinsa hana af öllum áburði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðstoðarkona Betty White deilir með síðustu myndunum af goðsögninni

Aðstoðarkona Betty White deilir með síðustu myndunum af goðsögninni