fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Fókus

Kolbrún Birna um hvað hafi angrað hana mest við Sölva málið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 19. maí 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Birna H. Bachmann, laganemi og skipuleggjandi Druslugöngunnar, er nýjasti gestur Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur.

Kolbrún Birna hefur um árabil verið ötul baráttukona gegn kynbundnu ofbeldi og er mjög virk á Twitter. Hún hefur látið hátt í sér heyra á miðlinum undanfarnar vikur við góðar undirtektir netverja.

Í þættinum deilir Kolbrún Birna sinni sögu sem þolandi ofbeldis. Þær ræða einnig um Sölva málið, sem markaði upphaf seinni #MeToo-bylgjunnar hérlendis.

Edda spyr Kolbrúnu Birnu af hverju bylgjan hefði byrjað. „Fyrir mér þá byrjaði þetta í kringum þetta umtalamál í kringum 1. maí,“ segir Kolbrún og vísar í mál Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns.

„Án þess að ætla að taka neina afstöðu um neitt sem gerist þar þá fór það ótrúlega mikið í mig að einhver maður sé ásakaður um eitthvað og hann geti tekið svo sinn platform sem er rosalega stórt podcast, þetta er nánast eins og að vera með fréttatíma á Stöð 2 og segir bara: „Ég er saklaus“ og fyrirsagnir á helstu vefmiðlum eru bara: „Sölvi Tryggvason er saklaus.“ Það er ekki staðreynd. Hann segist vera saklaus. Hann kveðst vera saklaus en það er enginn búinn að dæma hann. Þú ert ekki dæmdur saklaus, þú ert sýknaður. Það fór bara rosalega í mig hvernig hann gat einhvern veginn bara stigið fram og sagt ég er saklaus og þá bara komu bara mörg þúsund manns og sögðu: Já auðvitað ertu það því þú ert svo góður. Þú ert svo myndarlegur að þú þarft ekki að nauðga.Ég bara [afsakaðu]. Minn nauðgari er frekar myndarlegur en hann gerir það samt,“ segir Kolbrún Birna.

„Mér finnst það líka mjög alvarlegt að ef það eru raunverulegar ásakanir eða mál í ferli þá er ótrúlega alvarlegt að stíga fram á undan þolandanum og segja : „Ég gerði ekkert en þolandinn er að reyna að sverta mannorð mitt.“ Þá er ótrúlega alvarlegt ef þeir taka undir það því þá erum við búin að draga undan stöðu þeirra þolanda sem stíga fram.“

Kolbrún Birna segir að það sé einnig mjög alvarlegt þegar fólk dæmir í málinu án þess að vita nokkuð um hvað hefði gerst. „Ekkert okkar var þarna og ekkert okkar veit hvað gerðist. Mér finnst það mjög alvarlegt eitt og sér,“ segir hún.

Lágt hlutfall eru ranglega sakaðir

Í þættinum ræða þær einnig um tölfræðina fyrir karlmenn sem eru ranglega sakaðir um kynferðisofbeldi.

„Mér finnst líka mjög alvarlegt þegar fólk talar um falskar minningar og falskar ásakanir því þetta eru bara um tvö prósent ásakana sem eru í alvöru falskar, tvö til átta prósent. Þetta er fáránlega lágt hlutfall og ef þú hugsar um öll málin sem eru ekki kærð þá er þetta ennþá minna hlutfall. Það er alltaf gripið í þetta þegar er verið að ræða gegn þolendum, þegar við erum alltaf eitthvað að reyna að trúa þolendum og fólk segir hvað ef þessi er að ljúga. En það eru svo ótrúlega litlar líkur á því. Það að fara í gegnum kæruferli er svo ótrúlega þreytandi og þú þarft að gera svo ótrúlega margt, þú ferð á svo marga veggi. Það er enginn að gera þetta sér til gamans,“ segir hún.

Hlustaðu á viðtalið við Kolbrúnu Birnu í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix
Fókus
Í gær

Solla í Gló setur höllina á sölu fyrir 137 milljónir – Sjáðu myndirnar

Solla í Gló setur höllina á sölu fyrir 137 milljónir – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill láta eyða öllum klámmyndböndunum – „Ég myndi fórna öllu til að fá virðingu mína aftur“

Vill láta eyða öllum klámmyndböndunum – „Ég myndi fórna öllu til að fá virðingu mína aftur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skildi ekkert í því að henni fannst hún vera grönn suma daga en aðra ekki – Ástæðan felst í nýju íbúðinni

Skildi ekkert í því að henni fannst hún vera grönn suma daga en aðra ekki – Ástæðan felst í nýju íbúðinni