fbpx
Fimmtudagur 24.júní 2021
Fókus

Hataðasta par internetsins – Létu lóga hundinum og hættu við ættleiðingu í miðju ferli

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 17. maí 2021 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísku YouTube-stjörnurnar Nikki og Dan Philippi sæta nú harðri gagnrýni. Hjónin hafa lengi verið umdeild á samfélagsmiðlum en nýjasta útspil þeirra virðist hafa orðið þeim að falli. Þau svæfðu hundinn sinn og birtu myndband um málið. Athæfi þeirra var harðlega gagnrýnt. Í kjölfarið fóru netverjar að grafast fyrir um fortíð þeirra og hefur ýmislegt komið upp á yfirborðið. Meðal annars ástæðan fyrir því að þau ættleiddu ekki barn frá Taílandi.

Nikki og Dan eru kristnir áhrifavaldar frá Nashville. Undanfarin tíu ár hafa þau deilt lífi sínu með alnetinu og safnað yfir 1,7 milljón fylgjendum í leiðinni.

Þau komust í heimsfréttirnar fyrr í mánuðinum fyrir að svæfa níu ára gamla hundinn sinn, Bowser, eftir að hundurinn „glefsaði“ í son þeirra þegar sonurinn reyndi að taka matinn af hundinum.

Tárvotar kinnar í myndbandi

Í byrjun maí birtu Nikki og Dan myndband titlað: „We have some really sad news.“ Sorglegu fréttirnar voru þær að þau svæfðu hundinn Bowser sem hafði verið hluti af fjölskyldu þeirra í níu ár. Bowser var af tegundinni Bull Terrier.

Ástæðan fyrir því að þau ákváðu að svæfa hann var því hann sýndi merki um aggresífa hegðun og „glefsaði“ í andlit eins árs sonar þeirra.

„Þetta var ekki slæmt en það var smá far framan í Logan. Það var ekki eins og Bowser hefði ráðist á Logan, Logan stal mat frá honum,“ segja þau í myndbandinu.

Parið hefur verið gagnrýnt fyrir að sýna engan vilja til að laga þessa hegðun hjá Bowser, fá faglega aðstoð eða koma honum á annað heimili, heldur ákveðið að binda endi á líf hans.

Vildi svæfa hann á staðnum

Nikki og Dan útskýra í myndbandinu að þau hefðu hugsað um að finna nýtt heimili handa Bowser áður en atvikið átti sér stað, þar sem þau voru að flytja inn í nýtt hús og samkvæmt Nikki þá „er mikil vinna að ferðast með Bowser og að finna nýtt heimili fyrir hann.“

„Við höfðum samband við Humane Society [dýraverndunarsamtök] og áttum langt samtal við einhvern þar, og eftir samtalið var það mjög skýrt að það væri ekki möguleiki að finna nýtt heimili fyrir hann þar sem hann hefði verið með Dan frá fæðingu,“ segir Nikki.

Parið ákvað að halda hundinum en segja að Bowser hefði byrjað að sýna aggresífa hegðun í garð annarra hunda. Hegðun hundsins varð líka að vandamáli þegar Logan byrjaði að skríða. Þá byrjaði drengurinn að trufla Bowser og rífa í hann, sem hundinum mislíkaði verulega.

Dan lýsir augnablikinu þegar Bowser glefsaði í Logan og segir að á þeim tímapunkti hafi hann viljað á „taka hann upp á hálsinum og fara með hann út í garð og svæfa hann á staðnum.“

Aðrar YouTube stjörnur gagnrýna parið

Netverjar hafa einnig gagnrýnt hegðun Nikki í myndbandinu þar sem hegðun hennar er síbreytileg. Hún skiptist á því að hlæja, vera vandræðaleg og sorgmædd. Netverjum þótti hegðun hennar furðuleg og ekki við hæfi miðað við alvarleika málsins.

Fjöldi áhrifavalda hafa tjáð sig um málið og gert myndbönd um málið. Aðrar YouTube-stjörnur gagnrýndu parið einnig opinberlega, meðal annars Jaclyn Hill og Kelsey Darragh.

Ættleiðing frá Taílandi

Eins og á það til að gerast þegar YouTube-stjörnur lenda í skandal þá fara netverjar að grafast fyrir um fortíð þeirra og var það gert í tilfelli Nikki og Dan.

Myndband frá 2018 fór aftur í dreifingu um samfélagsmiðla, í myndbandinu eru Nikki og Dan að útskýra ástæðuna fyrir því að þau ætluðu ekki að ættleiða frá Taílandi.

Þau byrja á því að segja að þau vildu ættleiða og voru byrjuð í ferlinu þegar þau urðu meðvituð um „sérstök lög“ sem gilda um ættleiðingar frá Taílandi sem gera það að verkum að þau hefðu ekki mátt deila myndum og myndböndum af barninu fyrsta árið sem barnið væri hjá þeim.

„Ég meina Nikki er með YouTube-rás og við deilum helling þar,“ sagði Dan í myndbandinu.

„Þegar við fréttum af þessari reglu þá vorum við alveg: „Uu ha?“ Við vorum að reyna að finna út hvernig þetta gæti virkað,“ sagði Nikki.

„Við ákváðum að fara með bænir um þetta og sofa á þessu.“ Hjónin ákváðu að ættleiða ekki frá Taílandi.

Myndataka rétt fyrir dauðann

Gagnrýnin náði nýjum hæðum þegar það kom í ljós að Nikki og Dan fóru með Bowser í myndatöku áður en hann var svæfður.

Hvorki Nikki né Dan hafa svarað gagnrýninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Billie Eilish biðst afsökunar á umdeildu myndbandi

Billie Eilish biðst afsökunar á umdeildu myndbandi
Fókus
Í gær

Tvítug samfélagsmiðlastjarna kaupir hús á 530 milljónir – Sjáðu myndirnar

Tvítug samfélagsmiðlastjarna kaupir hús á 530 milljónir – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix