fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sjáðu myndirnar: Tók nektarmyndir við eldgosið – „Vertu bara tilbúinn með myndavélina, ég ætla að klæða mig úr“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 13:04

Mynd/Norris Niman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur myndband af nöktum manni við Geldingadalsgos dreifst eins og eldur í á samfélagsmiðlum. Nakti maðurinn er enginn annar en leiðsögumaðurinn Sveinn Snorri Sighvatsson.

Sveinn segir í samtali við DV að þetta hafi bara gerst allt í einu. „Þetta var svolítið svona spontaneous,“ segir Sveinn. „Málið var það að það var verið að auglýsa þessi gleraugu sem ég er með á nefinu,“ segir hann svo en þó var ekki um samstarf að ræða. Gleraugun sem um ræðir eru frá Pit Viper en félagi ljósmyndarans og félagi félagans stofnaðu fyrirtækið árið 2012. „Þeir taka sig ekki of alvarlega,“ segir ljósmyndarinn um félagana í Pit Viper.

„Í raun og veru ekki sko, ég sagði við Norris Niman, ljósmyndarann, að það væri nú töff að vera með naktar myndir þarna. Þá sagði hann við mig að það væri verið að taka myndir í svona extreme aðstæðum með gleraugun. Ég sagði bara við hann: Vertu bara tilbúinn með myndavélina, ég ætla að klæða mig úr. Svo tók ég nokkrar pósur þarna og ég veit ekki hvað, það voru þrjú, fjögur hundruð manns að horfa á þetta í brekkunni.“

Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína að eldgosinu undanfarna daga og því var margt um manninn þegar Sveinn klæddi sig úr fötunum. Hann segir þó að það hafi ekki haft nein áhrif á hann að hafa öll þessi augu á sér. „Þetta er bara stemmari.“

Hér fyrir neðan má sjá nektarmyndirnar sem Norris tók af Sveini við eldgosið. Þá má einnig sjá myndbandið af myndatökunni sem hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Rétt er að vara þá lesendur við sem eru viðkvæmir fyrir nekt.

Mynd/Norris Niman
Mynd/Norris Niman
Mynd/Norris Niman

Sveinn er ekki bara leiðsögumaður sem klæðir sig úr fötunum við eldgos heldur er hann einnig umsjónarmaður hlaðvarpsins 180 gráður með Svenna. Í hlaðvarpsþáttunum ræðir Sveinn við áhugavert fólk sem á það allt sameiginlegt að hafa snúið lífi sínu í 180 gráður. Í nýjasta þættinum ræðir Sveinn við Helga í Góu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar