fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fókus

Reykir gras þegar börnin eru sofnuð – „Það mikilvæga er að þú slakir á“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 9. október 2021 07:30

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir að nafni Nicole hefur orðið fengið að heyra það frá öðrum foreldrum eftir að hún sagðist reykja gras á meðan börnin hennar eru heima. Nicole, sem heldur uppi vinsælli Instagram-síðu, segist ekki sjá vandamál við reykingarnar og að þær komi öðrum foreldrum ekki við.

„Hvernig þú ákveður að slaka á eftir að börnin eru farin að sofa kemur engum við nema þér,“ segir hún í færslu sem hún birti á Instagram-síðu sinni. „Það mikilvæga er að þú slakir á. Ef áfengi er þitt meðal, gerðu það þá, en ekki ráðast á mig fyrir að gera það sem ég geri.“

Nicole segir þá að það séu ekki nógu margar mæður sem styðji kannabis notkun og að þær sem geri það séu dæmdar fyrir það. „Getum við sammælst um að hætta að skamma fólk fyrir að nota eitthvað sem hefur verið lögleitt í hálfu landinu,“ segir Nicole en hún býr í Bandaríkjunum en gras hefur verið lögleitt í stórum hluta landsins.

„Hvort sem það er notað til afþreyingar eða af læknisfræðilegum ástæðum þá styð ég það,“ segir hún og nokkrir fylgjendur taka undir með henni í athugasemdunum.

„Ég væri miklu frekar til að rekast á einhvern sem er skakkur og er að flissa heldur en einhvern sem er fullur og árásargjarn,“ segir til að mynda í einni athugasemdinni. „Ég vil frekar vera með kannabis-mömmunum heldur en vín-mömmunum,“ segir í annarri athugasemd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda Pé birti mynd af sér í flegnum kjól – Ókunnugar konur sögðu henni að það sæist of mikið í brjóstin hennar

Linda Pé birti mynd af sér í flegnum kjól – Ókunnugar konur sögðu henni að það sæist of mikið í brjóstin hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Spurningar sem ég fæ sem feit kona gift vöðvastæltum karlmanni“

„Spurningar sem ég fæ sem feit kona gift vöðvastæltum karlmanni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að deila hjartnæmum brúðkaupsmyndum – Fékk holskeflu ljótra athugasemda

Ætlaði að deila hjartnæmum brúðkaupsmyndum – Fékk holskeflu ljótra athugasemda
Fókus
Fyrir 3 dögum

Scott Disick er að „missa vitið“ yfir trúlofun Kourtney Kardashian

Scott Disick er að „missa vitið“ yfir trúlofun Kourtney Kardashian