fbpx
Föstudagur 20.maí 2022
Fókus

Líkaði við „tortryggilega“ athugasemd um 19 ára kærustuna eftir vandræðalegt stefnumót

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 2. júní 2021 12:09

Kourtney Kardashian, Travis Barker, Scott Disick og Amelia Hamlin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að samband raunveruleikastjörnunnar Kourtney Kardashian og trommarans Travis Barker hafi verið okkur óhemjugott afþreyingarefni síðan þau byrjuðu saman í febrúar síðastliðnum.

Sjá einnig: Fyrrverandi eiginkonan kallar hegðun Kourtney og Travis „furðulega“

Ekki nóg með dramað sem tengist fyrrverandi eiginkonu Travis, Shanna Moakler, heldur virðist dramað einnig ætla að innihalda fyrrverandi eiginmann Kourtney, Scott Disick og nítján ára kærustu hans, Ameliu Hamlin.

Scott og Amelia Hamlin.

Miðað við nýjustu þáttaröð Keeping Up With The Kardashians er nokkuð ljóst að Scott var ennþá yfir sig ástfanginn af Kourtney og vildi gefa sambandi þeirra annað tækifæri þegar hún byrjaði með Travis.

Samkvæmt heimildum E! News hefur hann átt mjög erfitt með að sætta sig við þá staðreynd að Kourtney sé komin í samband og hafa samskipti þeirra orðið frekar stirð í kjölfarið.

Sjá einnig: Afmælisgjöfin frá 19 ára kærustunni vekur athygli

Instagram-slúðursíðan Deuxmoi greindi frá því um helgina að vitni hafi séð Kourtney, Travis, Scott og Ameliu á tvöföldu stefnumóti á veitingastaðnum Nobu.

En að sjálfsögðu er ekki hægt að taka slúðrinu sem heilögum sannleika en það sem ýtir frekar undir sannleiksgildi þess var að Travis líkaði við athugasemd aðdáanda um meinta stefnumótið.

Aðdáandinn sagði að tvöfalda stefnumótið hefði örugglega verið „sjúklega vandræðalegt“ þar sem að Amelia er aðeins 19 ára og á örugglega lítið sameiginlegt með Travis, Kourtney og Scott, sem eru 45, 42 og 38 ára.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kardashian News (@kardashianvideo)

Travis líkaði við þessi ummæli og telja margir að hann sé með því staðfesta að ekki aðeins hefðu þau farið út að borða saman heldur einnig að það hefði verið sjúklega vandræðalegt.

Sjá einnig: Gagnrýnir móður sína eftir að hún sakaði Travis um að hafa sofið hjá Kim Kardashian

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“
Fókus
Í gær

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu neglunum sínum

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu neglunum sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vítalía hneyksluð á Eiríki Jónssyni – „Á ég að hlæja núna?“

Vítalía hneyksluð á Eiríki Jónssyni – „Á ég að hlæja núna?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Glæsileg penthouse íbúð Stellu Birgis innanhússhönnuðar komin á sölu

Glæsileg penthouse íbúð Stellu Birgis innanhússhönnuðar komin á sölu