fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Afmælisgjöfin frá 19 ára kærustunni vekur athygli

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 26. maí 2021 08:48

Amelia Hamlin og Scott Disick.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Scott Disick sem er þekktastur fyrir að vera fyrrverandi eiginmaður og barnsfaðir Kourtney Kardashian. Hann og Kourtney eru góðir vinir og þrátt fyrir að hafa hætt saman árið 2015 hefur hann komið fram í þáttunum síðan og fara þau reglulega saman í frí með börnin.

Kourtney Kardashian er nú í sambandi með trommaranum Travis Barker og sögusagnir herma að Scott hefur átt erfitt með nýja ástarsamband fyrrverandi eiginkonu sinnar. Þá sérstaklega hversu alvarlegt samband þeirra virðist vera og í hvaða átt það er að stefna.

Scott og Amelia í afmælisveislu Scott.

En Scott er sjálfur í sambandi með 19 ára fyrirsætunni Amelia Hamlin. Þau hafa verið saman í fimm mánuði. Amelia er dóttir leikkonunnar, rithöfundarins og raunveruleikastjörnunnar Lisu Rinna.

Scott á afmæli í dag, 26. maí, og er 38 ára.

Það var engu til sparað og keypti Amelia glænýtt Harley Davidson mótorhjól.

„Nýtt Harley, get ekki kvartað,“ skrifaði Scott á Instagram og þakkaði síðan Ameliu. Gjöfin hefur vakið talsverða athygli. E! News greinir frá.

Ánægður með hjólin. Mynd/Instagram

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“