fbpx
Laugardagur 12.júní 2021
Fókus

Fyrrverandi eiginkonan kallar hegðun Kourtney og Travis „furðulega“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 14. maí 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekki farið framhjá neinum á Instagram að raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og trommarinn Travis Barker séu ástfangin.

Þau opinberuðu samband sitt þann 17. febrúar síðastliðinn og hafa síðan þá verið mjög dugleg að deila myndum af hvort öðru á samfélagsmiðlum.

Þau eiga bæði börn úr fyrra sambandi. Kourtney á þrjú börn með fyrrverandi eiginmanni sínum Scott Disick. Travis á tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni Shanna Moakler. Shanna og Travis voru gift á árunum 2004 til 2006.

Travis og Shanna.

Þrátt fyrir að samband þeirra heyri sögunni til virðist Shanna ekki vera himinlifandi yfir nýju kærustu fyrrverandi.

Í lok febrúar greindum við frá því að Kourtney og Shanna fóru í hart á Instagram. Shanna hefur tjáð sig nokkrum sinnum við fjölmiðla um samband Kourtney og Travis og sagst vera hamingjusöm fyrir þeirra hönd. En hún skaut aðeins á parið í nýju viðtali við People. Hún sagði að myndbirtingar og ástarjátningar Travis og Kourtney á samfélagsmiðlum væru „furðulegar“.

„Ég er löngu komin yfir minn fyrrverandi. Það er langur tími liðinn. Hins vegar finnst mér þessi ástaratlot á almannafæri (e. public display of affection) sem hann gerir með henni furðulegt? Já,“ segir Shanna.

Hún gagnrýndi einnig parið fyrir tilvísanir sínar í myndina True Romance. „Þau hafa verið að tengjast yfir kvikmyndinni True Romance, en það var þemað í brúðkaupinu okkar. Dóttir okkar er skírð eftir karakter í myndinni. Að fljúga borðum yfir eins og við gerðum í Meet the Barkers. Þannig hlutir, mér finnst það furðulegt.“

Shanna sagðist ekki bera neikvæðar tilfinningar í garð Kourtney og sagði „börnunum mínum virðist líka mjög vel við hana og fjölskyldu hennar, svo það er aðalatriðið.“

Shanna viðurkenndi að nokkrar nýlegar færslur á samfélagsmiðlum voru birtar til að gera grín að Kourtney og Travis. „Ég og Matthew [kærasti minn] höfum verið að grínast, ekki til að ráðast á Kourtney og Travis. Meira til að bögga aðdáendahóp hennar því á einhverjum tímapunkti verðurðu að grínast með þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sex milljón króna hundur Ólafs Ragnars og Dorritar kann ekki að synda – leita ráða á Instagram

Sex milljón króna hundur Ólafs Ragnars og Dorritar kann ekki að synda – leita ráða á Instagram
Fókus
Í gær

Arna Vilhjálms hamingjusamari og öruggari en nokkurn tíma áður – „Ég er stærri, ég er feitari og ég er að margra mati búin að „eyðileggja allt““

Arna Vilhjálms hamingjusamari og öruggari en nokkurn tíma áður – „Ég er stærri, ég er feitari og ég er að margra mati búin að „eyðileggja allt““
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona verður starfsfólk PLAY klætt – Fatalínan afhjúpuð – Sjáðu myndirnar

Svona verður starfsfólk PLAY klætt – Fatalínan afhjúpuð – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Viðskiptavinirnir voru dónalegir – Svona hefndi hún sín

Viðskiptavinirnir voru dónalegir – Svona hefndi hún sín