Föstudagur 05.mars 2021
Fókus

Sigga rakst á kviknakið par í náttúrulaug á Vestfjörðum – „Gvuðminngóður“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 15:10

Pottarnir á Drangsnesi eru vinsælir - Mynd: Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Getum við plís farið aftur til fortíðar og endurvakið nekt í náttúrulaugum?!“

Þetta skrifar kynfræðingurinn Sigga Dögg í færslu sem hún birti á Instagram-síðu sinni í gær en færsluna birti hún einnig á vefmiðlinum Fréttanetinu. Sigga Dögg ferðaðist um Vestfirði um hátíðarnar og ákvað að skreppa í heitar laugar á ferðalaginu.

„Ég fann nokkrar yndislegar heitar laugar á ferð minni um Vestfirði núna um hátíðarnar og gvuðminngóður hvað það var gott að vera bara allsber!“ skrifar Sigga í færslunni. Hún segir að í einum pottinum hafi verið kviknakið par en það kom ekki að sök.

„Við bara strippuðum fyrir framan þau og klöngruðumst ofaní og svo bara spjölluðum við um lífið og tilveruna. Ekkert kynferðislegt eða erótískt, bara venjulegt,“ segir hún. „Enda erum við öll allskonar og það þarf að normilæsera nektina (eins og til dæmis Nova gerði í sinni auglýsingu og Skaupið margumrædda!)“

Sigga segir mikið frelsi vera í nektinni þegar kynlífið er fjarlægt frá henni. Hún veltir því síðan fyrir sér hvort þetta sé raunin. „Það er svo mikið frelsi í nektinni og að fjarlægja kynlíf frá henni – eða hvað? Meiri nekt eða minni nekt?“

„Voða venjulegt og ekkert kynferðislegt eða erótískt við það“

Fylgjendur Siggu á Instagram svara pælingum hennar í athugasemdum undir færslunni. á Instagram Kona nokkur segir að nektin ætti að vera meiri. „Svo áhugavert líka að skoða hvað þetta er misjafnt eftir löndum,“ segir konan. „Í Slóvakíu er í sumum gufuböðum skylda að vera nakinn og ég man að þegar ég fór í eina heilsulind þar í nudd deildi ég fata- og sturtuklefum með öllum kynjum og allir fáklæddir/naktir í sama rými. Voða venjulegt og ekkert kynferðislegt eða erótískt við það.“

Maður nokkur tekur líka undir í athugasemdunum. „Ótrúlega eðlilegt og flott! Hér í Svíþjóð er til dæmis bannað að vera í sundfötum í sjóböðunum sem eru vinsæl til dæmis þar sem ég bý,“ segir hann. „Eðlilegasti hlutur í heimi. Þegar ég ferðaðist mikið í Austurríki voru oftast sameiginlegir búningsklefar í sundlaugum en oft sitthvor sturtuklefinn.“

Önnur kona tekur síðan líka undir með Siggu. „Svo sammála! Ég ólst upp við það að það er ekkert eðlilegra en að hoppa allsber út í (stöðu)vatnið og elska það ennþá þann dag í dag – allavega þegar ég kemst út til Þýskalands á sumrin,“ segir hún. „Það er svo mikilvægt að upplifa nekt ekki bara sem kynferðisleg.“

Furðulegt að nektin sé ekki eðlilegri

DV ræddi við Siggu Dögg um nektina í lauginni og nekt almennt á Íslandi. Hún segist furða sig á því að nekt sé svona óvenjuleg hér á landi, sérstaklega ef miðað er við önnur lönd í Evrópu. Sigga segist til dæmis hafa haldið fyrirlestur í Finnlandi þar sem hún talaði um þetta og það kom gestum fyrirlestrarins á óvart að við værum svona eftir á í þessum málum.

Sigga segir að nektin geti verið svo eðlileg, eins og raunin var í náttúrulauginni um hátíðarnar. Henni finnst skrýtið að það sé engin aðstaða fyrir fólk til að vera nakin á Íslandi, eins og í útlöndum tíðkast að vera með nektarstrendur eða þá að fara nakinn í gufubað. Hún bendir á að það gæti kannski verið sniðugt ef einhver sundlaug tæki upp á því að vera með tíma þar sem fólk gæti baðað sig nakið.

Að lokum segist Sigga muna eftir tíma hér á landi þegar nekt var miklu eðlilegri. Hún man eftir því að hafa baðað sig í sólinni ber að ofan ásamt gömlu konunum en það er ekki jafn algengt í dag. Hún vonast til þess að í framtíðinni verði nekt eðlilegri hér á landi.

Hvað segja lesendur? Ætti nekt að vera eðlilegri og algengari hér á landi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Páskastjarnan með nýtt lag um „mömmudreng“ – Þetta er ástæðan á bakvið lagið

Páskastjarnan með nýtt lag um „mömmudreng“ – Þetta er ástæðan á bakvið lagið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingar bíða með öndina í hálsinum eftir mögulegu gosi – „Ertu með óróapúls eða ertu bara glaður að sjá mig?“

Íslendingar bíða með öndina í hálsinum eftir mögulegu gosi – „Ertu með óróapúls eða ertu bara glaður að sjá mig?“