fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Fókus

„Ég er 23 ára og logandi hrædd um að pipra“

Fókus
Mánudaginn 13. júlí 2020 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Tómasdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur svarar spurningum lesenda um málefni er varða fjölskylduna, börnin og ástina í Fjölskylduhorni DV. Að þessu sinni svarar hún lesanda sem er hræddur um að finna aldrei hinn eina rétta.

__ __ __ __ __ __ __ __

Ég er 23 ára og logandi hrædd um að pipra. Mér finnst allir vera á föstu og Tinder er að gera lítið fyrir mig. Allar vinkonur mínar eru í samböndum og ég finn oft fyrir miklum einmanaleika. Ég er tilbúin í mann, krakka og raðhús og nenni engu djammi. Án gríns, hvað eykur líkurnar á því að ég finni draumaprinsinn?

_ _ _ _ _ _

Blessuð

Ég vildi óska þess að ég gæti gefið þér upp dagsetningu og tíma á því hvenær þinn framtíðarmaki birtist því það eru ákveðnar frumur í mér sem finna mikið til með þér. Aftur á móti myndi það draga úr spennunni og þránni sem mun skila þér svo mikilli ánægju ef og þegar „sá eini rétti“ birtist.

Það gleður mig hvernig þú orðar spurninguna í tengslum við líkurnar, því við getum ekki spáð fyrir um framtíðina nema út frá mynstrum og meðaltölum úr fortíðinni. Hefur þú áður verið í föstu sambandi? Ef svo er, er þá ekki líklegt að það muni gerast aftur? Ef svo er ekki, nú þá hlýtur tíminn að vinna með þér og líklegra en ekki að biðin verði senn á enda

Kjöraðstæður til að velja rétt

Þetta efni er mér mjög hugleikið því ef við viljum á annað borð stunda fyrirbyggjandi parameðferð þá er réttast að byrja á fólki eins og þér. Það sem ég á við er að þú ert í kjöraðstæðum til þess að velja vel og koma þannig í veg fyrir mikinn vanda í framtíðinni

Ég líki þessu stundum við það þegar fólk velur sér hund, þá leggst það í mikla rannsóknarvinnu í tengslum við eiginleika, liti, stærð, gáfnafar og ættartré. Þá er kíkt á got og hvolparnir prófaðir við ýmsar aðstæður. Ég skil þetta mætavel enda um heila hundsævi að ræða, en það sem ég set spurningarmerki við er að svo fer fólk bara í sleik við hjólið á English Pub og lætur þar við sitja í makavali.

Að öllu gamni slepptu þá liggur alvaran í því að við erum stundum of fljót á okkur. Byrjum með einhverjum áður en mögulegt er að við séum búin að kynnast öllum hliðum einstaklingsins. Þegar svo kemur í ljós að þið eruð algjörlega á skjön við hvort annað á mörgum sviðum finnst sumum þau orðin of „sein“ að slíta sambandinu. Kannski komin börn og íbúðarlán í spilið en það gleymdist að athuga hvort þið ættuð sameiginleg áhugamál og sýn á lífið

Kíktu inn á við

Hér áður fyrr var makaval yfirleitt efnahags- og landfræðilegs eðlis. Tilfinningar voru hálfgert aukaatriði og gerði fólk með sér samkomulag í tengslum við fjármál, barnauppeldi og fleira.

Í dag veltur makaval á öðrum þáttum, tilfinningalegum. Því betur sem við íhugum þá því líklegra er að við finnum manneskju sem hentar okkur vel. Og það skrítna er að sjálfsskoðun gæti komið þér á sporið, ekki leita langt yfir skammt, horfðu inn á við og athugaðu hver þú ert, hvað þú vilt og hvað gleður þig. Af hverju? Jú, fólk með sterka sjálfsmynd er líklegra til að finna maka með sterka sjálfsmynd. Þú ert líklegri til að finna maka þinn þar sem þú nýtur þín og í kringum það sem gleður þig.

Okkur líkar við kunnugleg andlit

Í Bandaríkjunum var einu sinni gerð rannsókn á pörum varðandi búsetu í æsku. Sýndu niðurstöður að gríðarlega hátt hlutfall (ég man ekki nákvæma tölu) hafði búið ekki meira en tveimur húsaröðum (e. blocks) frá hvort öðru. Ástæðan er talin vera sú að okkur líkar við kunnugleg andlit og sambærilegar uppeldisaðstæður geta haft áhrif á sambærilegar lífsskoðanir, gildi og trú, svo eitthvað sé nefnt. Góður maki er vinur þinn Það sem aðgreinir hamingjusöm pör frá öðrum pörum er í mörgum tilfellum vinátta. Góður maki er þar af leiðandi vinur þinn sem er til staðar, sýnir virðingu og traust. Vinir eru ekki á hverju strái, það getur tekið langan tíma að finna þá og mörg eigum við nokkra en fáa vini sem hafa tínst í bakpokann á lífsins göngu.

Að vera meðvituð um þessa staðreynd getur dregið úr örvæntingu þinni og aukið þolinmæðina. Það er vandasamt verk að finna góðan maka og því betur sem þú vandar þig, því líklegra er að sá/sú eina rétta birtst þér.

_ _ _ _ _ _ _ _ _

Við hvetjum lesendur til að senda spurningar og vangaveltur sínar til Kristínar í tölvupósti á: hjonabandssaela@gmail.com. Spurningunum verður svo svarað hér í Fjölskylduhorninu, að sjálfsögðu nafnlaust og í fullum trúnaði

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bríet komin með kærasta – Nældi sér í gítarleikara Kaleo

Bríet komin með kærasta – Nældi sér í gítarleikara Kaleo
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svala Björgvins einhleyp á ný

Svala Björgvins einhleyp á ný
Fókus
Fyrir 1 viku

Drífa Snædal: Hrægammarnir reyna að endurskipuleggja auðinn

Drífa Snædal: Hrægammarnir reyna að endurskipuleggja auðinn
Fókus
Fyrir 1 viku

Riley Keough heiðrar minningu bróður síns með húðflúri

Riley Keough heiðrar minningu bróður síns með húðflúri
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“