fbpx
Föstudagur 03.júlí 2020
Fókus

Svona fékk María Birta hlutverk í nýju Tarantino myndinni: „Hann er náttúrlega algjör snillingur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 5. júlí 2019 13:30

María Birta er nýjasti gestur Föstudagsþáttarins Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Birta, leikkona og athafnakona með meiru, hefur verið með annan fótinn úti í Los Angeles síðastliðin sex ár að reyna fyrir sér í einum harðasta bransanum þarna úti, Hollywood-bransanum. Nýlega skrifaði María Birta undir sinn stærsta samning til þessa og mun koma fram sem glímukappi og leikkona á sviði í Las Vegas og Skotlandi. Hún leikur í nýjustu kvikmynd stórleikstjórans Quentin Tarantino, sem er jafnan talað um sem stærstu mynd ársins. Við ræddum við Maríu Birtu um leiklistarferilinn, #MeToo-byltinguna, Tarantino-ævintýrið, fríköfun og margt annað.

Leikur í stærstu mynd ársins

María Birta leikur í nýjustu Quentin Tarantino-myndinni, sem verður hans næstsíðasta kvikmynd. Myndin kemur út í næsta mánuði og er talað um að þetta sé stærsta mynd ársins. María Birta leikur Playboy-kanínu í myndinni.

„Ég veit í raun ekki hversu mikið sést í mig í myndinni,“ segir María Birta og segir söguna hvernig hún fékk hlutverkið ótrúlega fyndna. „Ég sótti um hlutverk og vissi að þetta yrði svona tímabilsmynd og mér fannst það æðislegt, ég elska þegar það eru búningar frá öðrum tímabilum,“ segir María Birta og bætir við að hún hafi ekki vitað að um væri að ræða Tarantino-mynd þegar hún sótti um hlutverkið.

Horfðu á Maríu Birtu segja frá atburðarásinni í spilaranum hér að neðan.

Nokkrar vikur liðu og María Birta hafði ekkert heyrt frá framleiðendum myndarinnar. Hún reiknaði með að hafa ekki fengið hlutverkið.

„Svo kemur í ljós að ein stelpan sem fékk hlutverkið, en þetta eru tólf kanínur, held ég, laug svolítið mikið til um stærðina sína. Hún mætti og passaði ekki í búninginn. Þá var hringt í mig og ég spurð hvort ég væri viss um að mittið á mér væri nákvæmlega einhver ákveðin stærð. Ég sagðist halda það en hafi fengið mér risastórt vatnsglas þegar ég vaknaði og kannski væri það einum sentímetra stærra. Konan sem ég talaði við fór að skellihlæja í símann og sagði að það skipti engu, bara að ég væri um það bil í þessari stærð. Ég svaraði því játandi og var beðin um að mæta klukkustund síðar í mátun,“ segir hún.

Hjartað á Maríu Birtu fór á fullt og ætlaði hún ekki að trúa því að þetta væri að gerast. „Ég fór og mátaði búninginn sem smellpassaði og hann er geggjaður. Hann er alveg sérsniðinn að mér og saumaður eftir gamla stílnum. Það er geggjað að fá minn eigin búning sem er alveg saumaður á mig,“ segir María Birta. „Ég fór svo í tökur viku seinna og var á setti í tvo daga. Þetta var alveg ótrúlega gaman.“

Segir Tarantino snilling

María Birta hafði mjög gaman af því að vinna með Quentin Tarantino. „Hann er náttúrlega algjör snillingur og er algjör snillingur í að skapa geggjaðan móral á setti. Það er ótrúlega gaman að vinna á setti með honum því hann fær alla til þess að öskra í byrjun atriða frasa eins og: „Við erum hér því við elskum að gera kvikmyndir.“ Hann er svona einn af okkur, svo allir hafi gaman. Því það sést svo ef allir eru stressaðir. Tarantino er svo vingjarnlegur og skemmtilegur að þetta var svo afslappað einhvern veginn,“ segir María Birta.

Hún mun því miður ekki mæta á forsýningu myndarinnar hér á landi því hún verður í Skotlandi.

Horfðu á Föstudagsþáttinn Fókus í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bakarí Kristínar Báru brann til kaldra kola

Bakarí Kristínar Báru brann til kaldra kola
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hríseyingar einstaklega heiðarlegir – Sjálfsafgreiðsluskúr með helstu nauðsynjum

Hríseyingar einstaklega heiðarlegir – Sjálfsafgreiðsluskúr með helstu nauðsynjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi í dag

Vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi í dag
Fyrir 5 dögum

Í ljós þrisvar í viku – Brenndi á sér augnhimnuna

Í ljós þrisvar í viku – Brenndi á sér augnhimnuna
Fókus
Fyrir 1 viku

Manuela þakklát fyrir óvænt góðverk ókunnugs manns

Manuela þakklát fyrir óvænt góðverk ókunnugs manns
Fókus
Fyrir 1 viku

Það leið yfir Aron Mola og hann sá blóð vegna öfgafullrar megrunar – missti 13 kíló á mánuði

Það leið yfir Aron Mola og hann sá blóð vegna öfgafullrar megrunar – missti 13 kíló á mánuði