fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Fókus

Birgittu Haukdal var bannað að spila Fingur í einum grunnskóla: „Þau vildu ekki svona klámvísu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 10:07

Birgitta Haukdal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Birgitta Haukdal er nýjasti gestur Burning Questions hjá Áttan Miðlar. Egill Ploder spyr Birgittu erfiðra spurninga en hún segist ekki hafa neinar áhyggjur. „Ég er alltaf í einhverri vitleysu,“ segir hún.

Ef Birgitta Haukdal mætti velja eina manneskju í heiminum til að vinna með væri það Michael Jackson.

„Ég hefði viljað vera á sviði með Jackson. Ógeðslega leiðinlegt allar umræðurnar og það mál, en fyrir það hefði það verið geðveikt,“ segir Birgitta.

Klámvísa

Birgitta er beðin um að raða nokkrum lögum röð, frá því besta yfir í það versta. Eitt af þeim lögum er lagið Fingur sem sló í gegn á sínum tíma og Birgitta deilir skemmtilegri sögu um lagið.

„Fingur var svolítið skemmtilegt samstarf. Og það á sér frekar skemmtilega sögu. Okkur var til dæmis bannað að spila það í einum skóla, þegar það kom út var það alveg svakalega vinsælt lag og Viggi var tónlistarkennari í barnaskóla og skólinn ætlaði að fá hljómsveitina hans Vigga til að koma í sal og skemmta börnunum, nema hvað við máttum bara ekki taka Fingur, það er því þau vildu ekki svona klámvísu,“ segir Birgitta en bætir við að lagið sé ekki klámvísa og hlær.

Horfðu á viðtalið við Birgittu í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“