Þriðjudagur 18.febrúar 2020
Fókus

Hafþór birti kósímynd af sér með konunni og fékk yfir sig (aftur) holskeflu af grimmum athugasemdum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. janúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftajötuninn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson, oft kallaður Fjallið, birti um helgina mynd af sér og eiginkonu sinni, Kelsey Henson, á Instagram. Þegar þetta er skrifað hafa 3026 athugasemdir verið skrifaðar við myndina og margar þeirrar mjög neikvæðar og það varðandi stærð Hafþórs og stærðarmun hjónanna.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem nettröll ráðast á Hafþór en í maí í fyrra og í byrjun janúar fjallaði DV um sambærileg atvik.

Hafþór er sterkasti maður heims og ríflega tveir metrar á hæð meðan eiginkona hans er 157 sentímetrar. Hæðarmunur hjónanna er því umtalsverður. Hafþór er geysivinsæll á Instagram en þar fylgja honum 1,6 milljón manns, enda þekktur kraftajötunn og leikur auk þess í Game of Thrones, sem eru meðal vinsælustu sjónvarpsþátta í heimi.

Á myndinni má sjá parið á týpískri kósí vetrarmynd með sitt hvorn kakóbollann í hendi. Bollinn sem líklega er bara venjulegur að stærð, virkar hins vegar ósköp lítill í stórum höndum Hafþórs og gera margir netverjar grín að því, bæði á Instagram og á Redditt.

View this post on Instagram

Who’s jealous? @kelc33

A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on

„Það lítur út fyrir að hann geti tekið bollann sem eitt skot,“ skrifar einn netverja. „Það er eins og þú sért að leika þér með barnabollastell,“ skrifar annar.

„Þegar þú kyssir konuna þína sleikirðu hana þá eins og sleikjó?,“ skrifar einn og vísar þar til stærðarmunar hjónanna. „Ef ég væri þú væri ég hræddur um að sofa við hliðina á henni, þú gætir drepið hana með því að snúa þér við í rúminu,“ skrifar annar.

„Af hverju líturðu alltaf út eins og þú sért pirraður?,“ spyr einn netverja.

Nokkrir henda þó í jákvæðar athugasemdir á borð við: „Ég elska að sjá fólk hamingjusamt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngvakeppnin 2020 – Seinni undanúrslit í kvöld

Söngvakeppnin 2020 – Seinni undanúrslit í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skærustu stjörnur heims fá ekki nóg af Hildi – Knús frá Elton John og trúnó með Renée

Skærustu stjörnur heims fá ekki nóg af Hildi – Knús frá Elton John og trúnó með Renée
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir því þegar þessi óveður skullu á? „Ég á mínum 30 árum hef aldrei upplifað annað eins“

Manst þú eftir því þegar þessi óveður skullu á? „Ég á mínum 30 árum hef aldrei upplifað annað eins“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hvernig þekkjum við Íslendinga í útlöndum? – „Hávært gasprið og fötin er eitthvað sem ég tek eftir“

Hvernig þekkjum við Íslendinga í útlöndum? – „Hávært gasprið og fötin er eitthvað sem ég tek eftir“
Fókus
Fyrir 1 viku

Sjáðu viðtal við fimmtán ára Hildi: „Ég vil að stelpur séu þær sjálfar“

Sjáðu viðtal við fimmtán ára Hildi: „Ég vil að stelpur séu þær sjálfar“