fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Fókus

„Ég mun upplýsa alls konar leyndarmál, en fyrst og fremst afhjúpa mistök og hrakfallasögur“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 20. júlí 2019 13:00

Margrét Erla Maack. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og gleðigjafinn Margrét Erla Maack bíður nú spennt eftir nýju hlutverki en hún á von á sínu fyrsta barni í lok september.

Meðgangan gengur vel og hefur Margrét verið athafnasöm í sumar, sem endranær: nokkrar sýningar eru eftir af farandferðalaginu Búkalú, námskeið eru framundan í Kramhúsinu og nú auglýsir Margrét það nýjasta, veislustjóranámskeið.

Mér finnst eitthvað fyndinn hroki í því að segja „JÁ ÉG KANN ALLT NÚ ÆTLA ÉG AÐ KENNA“, segir Margrét aðspurð hvort þetta sé í fyrsta sinn sem hún heldur slíkt námskeið.

„Ég kann mjög margt sem tengist þessu, allt frá að stjórna þurrum ráðstefnum og upp í að stjórna fínum kampavínsveislum erlendis.

Ég hef unnið við að skemmta á árshátíðum síðan 2006 – og þetta hefur verið aðalatvinnan mín síðastliðin tvö ár. Margir spyrja hvort það hafi ekki dalað síðan 2007 brjálæðið var, en svarið er; alls ekki. Fólk hefur alltaf þörf á að skemmta sér og sem betur fer hugsa vinnuveitendur vel um móralinn og hafa ekki lagt jólahlaðborð og árshátíðir af. Þær eru bara skynsamlegri – og stór hluti af því felst í að ráða veislustjóra sem veit til hvers er ætlast af honum.“

Ertu ekkert hrædd við samkeppnina?

Samkeppni er alltaf af því góða og ég geri mér fulla grein fyrir því að það prógramm sem ég hef boðið upp á, magadans, hnífakast og sverðagleypingar, hentar ekki í öllum veislum. Og samkeppni hvetur mig til að verða betri!“ segir Margrét og bætir við að hana vanti líka fleiri nöfn til að benda á.

„Í mars eru flestar árshátíðir haldnar og síðastliðinn mars var ég í algjörum vandræðum að benda á fólk. Svo ekki sé minnst á að ég er á leið í fæðingarorlof svo það er að myndast gat á stærð við minn rass á markaði, að minnsta kosti tímabundið. Þar að auki eru fyrirtæki og einstaklingar farnir að leita meira að þessari þjónustu, ekki bara risastórar fyrirtækjaveislur.“

Námskeiðin eru þrjú og verða haldin í ágúst á Kex hostel. Eins og segir á vef Tix.is er námskeiðið smíðað utan um að veislustýra fyrirtækjaveislum, en þarna eru líka hlutir sem koma að góðum notum við veislustjórn afmæla og brúðkaupa.

Farið verður yfir veislustjórn frá ýmsum hliðum; hvers er ætlast til af veislustjóra, að koma sér á framfæri, peningamál, gildrur til að varast, samskipti við árshátíðarnefnd og yfirþjón, að búa til efni, að raða upp dagskrá og margt fleira. Margrét tekur lífinu almennt létt, en skemmtanahaldi grafalvarlega.

 „ Í flestum þeim hópum sem ég er í – eins og improvinu, drag-fjölskyldunni og sirkustengdum hópum – hefur líka verið óskað eftir að ég kenni svona þetta almenna utanumhald – og auðvitað feimnismál feimnismálanna: peningahliðina.“

Muntu kenna öll þín leyndarmál?

„Ég mun upplýsa alls konar leyndarmál, en fyrst og fremst afhjúpa mistök og hrakfallasögur sem ég vona að nemendur hafi gagn og gaman af.“

Margrét var í forsíðuviðtali DV í lok maí sem lesa má hér: „Áreitnin er síðustu dauðateygjur þeirra til að toga mig niður“

Finna má allar upplýsingar um veislustjóranámskeiðið hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 2 dögum

Pálmi Gunnarsson segist hafa nánast drukkið sig í hel: „Stálheppinn að vera á lífi“

Pálmi Gunnarsson segist hafa nánast drukkið sig í hel: „Stálheppinn að vera á lífi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skoðun móður um að það sé ofbeldi að kitla börn skiptir fólki í fylkingar

Skoðun móður um að það sé ofbeldi að kitla börn skiptir fólki í fylkingar
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Kynlífið var frábært þegar eiginkona mín var vændiskona – en hún hefur ekki lengur áhuga“

„Kynlífið var frábært þegar eiginkona mín var vændiskona – en hún hefur ekki lengur áhuga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skemmtilegar myndir af hávöxnu fólki og lágvöxnum vinum þeirra

Skemmtilegar myndir af hávöxnu fólki og lágvöxnum vinum þeirra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steindi Jr. fékk nikótíneitrun eftir ofnotkun rafrettupenna – „Fékk ógeðslega háan hita og varð grár í framan“

Steindi Jr. fékk nikótíneitrun eftir ofnotkun rafrettupenna – „Fékk ógeðslega háan hita og varð grár í framan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigurbjörn glímir við krabbamein og fékk nýjar fréttir í dag – „Takk fyrir að standa með mér, kæru vinir“

Sigurbjörn glímir við krabbamein og fékk nýjar fréttir í dag – „Takk fyrir að standa með mér, kæru vinir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram: „Bara tilgangslaus sjálfsmynd“

Vikan á Instagram: „Bara tilgangslaus sjálfsmynd“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hjákonan varð ólétt eftir mig

Hjákonan varð ólétt eftir mig