fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Pétur var farinn að velja lög í jarðarförina – Matarfíkn í skugga kynferðisofbeldis: „Barnabörnin mín voru svo hrædd um afa sinn“

Fókus
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekkert skemmtilegt að vera svona. Hanga bara heima og láta alla hina fara. Maður bara einangrast. Þetta er ekki boðlegt, hvorki mér né fjölskyldunni,“ segir Pétur H. Hansen í nýjasta þætti Kveiks. Tökulið Kveiks hitti Pétur fyrst á heimili sínu þann 6. júní árið 2018. Þá var hann í mikilli yfirþyngd, en hann var ávallt grannur og spengilegur í ungdómnum.

„Þetta byrjaði með óþarfa áti utan venjulegs matartíma og óhollu fæði“, segir Pétur og heldur áfram. „Smátt og smátt bættust við 100 grömm hér og 100 grömm þar og eftir því sem árin liðu, þá gildnaði ég.“

Kæfisvefn og fullur kassi af lyfjum

Upp úr aldamótunum 2000 var Pétur greindur með kæfisvefn og hafði sofið með svefngrímu á hverri nóttu þar til Kveikur heimsótti hann. Þá var hann einnig með fullan kassa af lyfjum, en lyfin héldu honum gangandi. Daginn eftir þessa fyrstu heimsókn Kveiks var Pétur á leið í magaermaraðgerð. Pétur segir í viðtali við Kveik að hann verki í allan líkamann og að hversdagslegir hlutir séu erfiðir.

Pétur sýnir Þóru Arnórsdóttur, fréttakonu lyfin. Mynd: Skjáskot af vef RÚV

„Ég og Hjördís mín fórum út til Lúxemborgar í fyrra til að passa barnabörnin okkar. Einn daginn gengum við út á rólóvöll sem ég hafði ekki komið á áður. Það var töluvert langur, mjór stígur niður á róló. Mér leist ekkert á þessa leið niður stíginn. Þegar niður kom þá gat ég engan veginn notið þess að vera með börnunum. Ég kveið svo fyrir að fara upp aftur. Enda reið það mér nánast að fullu. Ég man ekki hve oft ég þurfti að stoppa til að ná andanum. Barnabörnin mín voru svo hrædd um afa sinn og Hjördís mín var verulega áhyggjufull. Hún þurfti að styðja mig upp allan stíginn og svo götuna heim. Þetta var skelfing,“ segir hann, en Hjördís, eiginkona hans, fór með hann á heilsugæslustöðina þegar heim var komið sökum þess að hann stóð á öndinni bara við að ganga upp tröppurnar heima hjá sér.

„Það var ekkert súrefni af viti í blóðinu, lungun full af vatni, reyndar héldu þau að ég væri kominn með hjartaáfall, sem er að vissu leyti rétt, en ekki þannig, hjartað skemmdist ekki.“

Stutt síðan konan vissi af ofbeldinu

Í kjölfarið fór Pétur í offitumeðferð á Reykjalundi. Þar hneig hann niður og hann lagður inn á spítala. Pétur segist hafa komið sér á þennan stað því hann hafi étið tilfinningar sínar, en hann varð fyrir kynferðisofbeldi fyrr á lífsleiðinni.

„Það hefur setið í mér lengi og ég gekk með þetta eins og mannsmorð í áratugi“, segir hann. „Það eru ekki mörg ár síðan konan mín vissi af þessu.“

Pétur í fyrstu heimsókn Kveiks. Mynd: Skjáskot af vef RÚV

Pétur var skelkaður þegar hann lenti aftur inn á spítala á meðan hann sótti offitumeðferðina á Reykjalundi. Hann var farinn að velja lög í jarðarförina sína og var hræddur við að fara í magaermaraðgerð. Á spítalanum sögðu læknarnir hins vegar við hann að aðgerð væri eina úrræðið sem eftir væri.

„Þá var bara sagt við mig: „Það er best að ég segi þér það bara hreint út að ef þú ekki vilt þiggja hjálpina, ef þú heldur að þú getir gert þetta sjálfur, sem þú veist að þú getur ekki gert, að þá er mjög líklegt að þú sjáir ekki næstu jól.“ Og þetta var bara eins og maður segir, Mike Tyson kjaftshögg og tennurnar með úr. Þá fór ég bara að hugsa um börnin mín, konuna mín, barnabörnin og allt. Vó, bíddu við. Á að fara að éta snittur út á mig fyrir jól?“

Stefnir á 99 kíló

Kveikur hitti Pétur næst hálfum mánuði eftir aðgerðina. Þá var hann búinn að léttast um ellefu kíló síðan að aðgerðin var gerð. Hann fann strax mikinn mun á sér.

„Ég bý í botnlangagötu, tvær litlar götur sem mynda hring. Áður fyrr gat ég ekki gengið út götuna hálfa án þess að þurfa að stoppa og hvíla mig,“ segir hann og bætir við að nú geti hann gengið hringinn og bara orðið örlítið móður. „Ég finn alveg svakalegan mun. Mér finnst bara vera að koma nýtt líf til mín, upp í hendurnar.“

Pétur var með kæfisvefn. Mynd: Skjáskot af vef RÚV

Í síðustu heimsókn Kveiks til Péturs er hann farinn niður úr 186 kílóum í 124 kíló. Hann er búinn að losa sig við þriðjung líkamsþyngdar sinnar og stefnir á að komast niður í 99 kíló. En ástæðan fyrir því að þetta hefur gengið svo vel hjá Pétri er sú að hann hefur fylgt öllum ráðleggingum heilbrigðisstarfsfólks, borðað nákvæmlega eins og honum er sagt og mætt í allar skoðanir. Í dag er hann byrjaður að æfa af kappi í Sporthúsinu, eitthvað sem honum hafði aldrei dottið í hug í upphafi þessarar vegferðar.

„Annað sem hefur tekið miklum stakkaskiptum í mínu lífi er að nú get ég farið í göngutúra, hjólatúra um bæinn minn, hugur minn er skýrari, þessi svarta hula sem var byrjuð að leggjast yfir hugsun mína, henni hefur verið svipt af og sólin skín ofan í kollinn minn. Ég segi það oft í gríni við vini mína að það er allt orðið nýtt í karlinum nema kennitalan. Hún er ekki til sölu!“ segir Pétur og heldur áfram.

Allt annað líf í dag. Mynd: Skjáskot af vef RÚV

„Mitt helsta stuðningsfólk, sem hefur hvatt mig áfram og gefið mér góð ráð eru yngri dóttir mín, hún María Gróa og eldri tengdasonur minn hann Svenni. Að sjálfsögðu fæ ég orð í eyra frá öðrum fjölskyldumeðlimum á heimilinu ef ég er við það að fara út af sporinu. Það er bara fínt að ég fái skammir ef ég er að verða óþekkur. Þessi matarfíkn er nefnilega sjúkdómur sem fólk verður að viðurkenna fyrir sjálfu sér þegar það ætlar að taka sig á í lífinu. Það er eitt af lykilatriðunum í þessu ferli.“

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fær annað tækifæri til að finna ástina

Fær annað tækifæri til að finna ástina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var ótrúlega heppin að fá að lifa“

„Ég var ótrúlega heppin að fá að lifa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena á góðgerðarviðburði með stórstjörnum og fyrrverandi fegurðardrottningunum sem sprengdu allt upp í síðustu viku

Helena á góðgerðarviðburði með stórstjörnum og fyrrverandi fegurðardrottningunum sem sprengdu allt upp í síðustu viku
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“