fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Reynir ætlaði að lesa upp sjúkustu skilaboðin sem hann hefur fengið: Var stoppaður af – „Þetta er alltof gróft“

Fókus
Laugardaginn 23. mars 2019 14:00

Gerður og Reynir. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að erfiðustu skilaboðin, ljótustu skilaboðin sem maður fær yfir höfuð, eru ekki þau sem endilega snerta mig sjálfa heldur fjölskyldu mína og vini. Þetta er minn leikur að vera með samfélagsmiðla, þetta á ekki að þurfa að bitna á fólkinu í kringum mig,“ segir Gerður Arinbjarnardóttir, oftast kennd við verslunina blush.is. Gerður er áhrifavaldur á samfélagsmiðlum sem og Reynir Bergmann, betur þekktur sem Reynir Snappari. Þau Gerður og Reynir voru gestir í Föstudagsþættinum Fókus, nýjum þættir undir stjórn dægurmáladeildar DV.

Konan alveg brotin

Umræðuefni þáttarins var neikvæð skilaboð á samfélagsmiðlum og illt umtal. Reynir man mjög vel eftir ljótustu skilaboðunum sem hann hefur fengið á samfélagsmiðlum.

„Ég man eftir fullt af skilaboðum. Ég man til dæmis þegar ég skírði dóttur mína. Ég skírði hana Indíönu Bergmann. Þá var einhver kona sem sendi mér skilaboð, sko. Hún sendi mér að hún væri búin að missa allt álit á mér fyrir að skíra barnið mitt svona ógeðslega ljótu nafni. Hún sagði að ég hefði verið hennar uppáhaldssnappari fyrir það. Síðan ætlaði ég að hrauna yfir hana til baka. Þá var þessi pía búin að eyða mér út,“ segir Reynir í meðfylgjandi myndbandi. „Maður fær ekkert að svara. Fólk hraunar – svo hleypur það í burtu. Þetta er ekkert það versta sem ég hef fengið en út af þetta var barnið mitt. Mér var alveg drullusama en konan mín var alveg brotin.“

Kölluð ömurleg og vond móðir

Gerður tekur í sama streng og segir ljótustu skilaboðin einmitt tengjast fjölskyldunni.

„Ég man að það snerti mig rosalega mikið, því strákurinn minn býr hjá pabba sínum, að einu sinni fékk ég skilaboð um hvað ég væri ömurleg móðir og hvað ég væri vond móðir að hann þyrfti að búa hjá pabba sínum,“ segir Gerður. „Ég man að ég var alveg eyðilögð yfir því.“

Gerður tók málin í sínar hendur og ákvað að svara gagnrýninni á samfélagsmiðlum.

„Í þessu tilviki ákvað ég bara að ávarpa og útskýra ástæðu þess að barnið mitt byggi á Akureyri en ekki í Reykjavík. Það er eitthvað sem ég hefði náttúrulega aldrei þurft að gera en eitthvað sem ég gerði til að létta á sjálfri mér,“ segir hún og bætir við að henni hafi fundist mikilvægt að tækla málið svona því þetta hafi verið stór og erfið ákvörðun – að ákveða hvar barnið ætti að búa.

Typpamyndir og alltof gróf skilaboð

Þegar að sagan víkur að skrýtnum skilaboðum segist Gerður fá mikið af dónalegum skilaboðum og skilaboð tengd kynlífi.

„Ég hef fengið skilaboð um að fólk hafi fest tæki upp í rassgatinu á sér og spyr hvað það eigi að gera. Ég veit ekki hvort það er djók eða ekki,“ segir Gerður. „Ég hef fengið fullt af typpamyndum. Það hætti rosalega mikið eftir að ég skrínsjottaði mynd og póstaði henni pöblik með nafni og öllu,“ bætir hún við. „Það var eitthvað sem olli miklu fjaðrafoki og átti að kæra mig fyrir að birta myndir af einhverju. Ef þú sendir mér svona þá er ég að fara að nota þetta á þennan hátt. Þú sendir ekki kynfæramyndir á ókunnuga og vonast til að fá viðbrögð frá þeim. Nema það séu neikvæð viðbrögð. Ég hef ekki áhuga á að sjá nein typpi nema á manninum mínum,“ segir hún og hlær.

Þá er komið að Reyni að afhjúpa sín skrýtnustu skilaboð, eins og sést í kringum mínútu 17.50 í myndbandinu hér fyrir neðan. Skilaboðin eru hins vegar of gróf til að lesa upp.

„Skilaboðin sem Aníta er að lesa eru rosalega gróf þannig að við ætlum ekki að lesa þau,“ segir Guðrún Ósk Guðjónsdóttir, annar þáttarstjórnandi og vísar í að hinn þáttarstjórnandinn, Aníta Estíva Harðardóttir sé að lesa skilaboðin. Um var að ræða gróf, kynferðisleg skilaboð sem voru ekki ætluð Reyni á sínum tíma, heldur öðrum Reyni.

Fylgið Gerði á Instagram með því að smella hér – Fylgið henni á Snapchat með því að smella hér.

Fylgið Reyni á Instagram með því að smella hér – Fylgið honum á Snapchat með því að smella hér.

Horfið á Föstudagsþáttinn Fókus í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Í gær

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 3 dögum

Álfrúnu blöskrar ljótar athugasemdir um pabba sinn og Felix á samfélagsmiðlum

Álfrúnu blöskrar ljótar athugasemdir um pabba sinn og Felix á samfélagsmiðlum