fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Hvað virkar í tóbaks-, áfengis- og vímuforvörnum í skólum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti landlæknis hefur gefið út staðreyndablað um hvað virkar í tóbaks-, áfengis- og vímuvörnum í skólum.

Staðreyndablaðið má prenta út hér.

Ráðleggingarnar byggja á niðurstöðum rannsókna þar sem kemur fram að árangursríkar forvarnir leggja áherslu á gagnvirkar, sveigjanlegar og fjölbreyttar aðferðir. Hræðsluáróður og stutt erindi án eftirfylgni og undirbúnings ber að varast þar sem þau hafa lítil eða skammvinn áhrif og geta hreinlega valdið skaða. Ákjósanlegast er að fræðsla af þessu tagi sé hluti af almennu skólastarfi og að stefna skólans í þessum málum sé sýnileg.

Staðreyndablaðið er, eins og nafnið gefur til kynna, ætlað grunn- og framhaldsskólum en upplýsingarnar í því eiga einnig við foreldra, félagsmiðstöðvar og aðra sem starfa með börnum og ungmennum.

Skólar og foreldrar í lykilhlutverki

Í forvarnarfræðslu til barna og ungmenna er mikilvægt að starfsfólk skóla, sem er daglega til staðar, sinni kennslunni. Kennarar þekkja nemendur sína, geta fylgt málum eftir og nemendur geta leitað til þeirra með spurningar og vangaveltur sem kunna að vakna eftir fræðsluna. Forvarnir og heilsuefling í skólum þarf að vera heildræn og unnin í samstarfi við nemendur, foreldra og nærsamfélag.

Foreldrar eru mikilvægustu fyrirmyndir barna sinna og hefur jákvæð samvera barna og foreldra mikið forvarnargildi. Samvera af þessu tagi ýtir undir sterkari tengsl og jákvæð samskipti og eru ekki síður mikilvæg þegar komið er á unglingsaldur. Þá skiptir máli að foreldrar styðji enn við og taki virkan þátt í skólastarfi, íþróttaiðkun og tómstundanámi barna sinna og þekki vini þeirra.

Nýjar áskoranir/Taka mið af staðbundnum gögnum

Reglulega eru gerðar kannanir í skólum á heilsu og líðan nemenda. Niðurstöður þessara rannsókna sýna að við höfum náð góðum árangri á ákveðnum sviðum, meðal annars í því að draga úr tóbaksreykingum og áfengisneyslu ungmenna. Þessar niðurstöður gefa einnig til kynna nýjar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og þurfum að bregðast við þar á meðal notkun á rafrettum. Ráðleggingarnar í staðreyndablaðinu eiga einnig við um notkun ungmenna á rafrettum. Til grundvallar forvarnar- og heilsueflingarstarfi eiga skólar að taka mið af stöðu mála í sínum skóla og mikilvægt er að þeir upplýsi sitt skólasamfélag um stöðu mála reglulega.

Vellíðan að leiðarljósi

Embætti landlæknis býður leik-, grunn- og framhaldsskólum að vinna eftir nálgun heilsueflandi skóla og taka nú þegar fjölmargir skólar þátt. Þar er áhersla lögð á vellíðan fyrir alla í skólastarfi og að innleiða grunnstoðina Heilbrigði og velferð í aðalnámskrá. Hægt er að kynna sér þessa nálgun nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki