fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

11.363 lítrar af næringarmjólk söfnuðust hjá Te & Kaffi – 1 af hverjum 9 í heiminum býr við hungur

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 16:00

Næringarmjólk nýtist börnum sem eru veik vegna vannæringar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vel var tekið í söfnunarátak UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi sem lauk í lok október. Alls söfnuðust 11.363 lítrar af næringarmjólk fyrir rúmar 2,5 milljónir sem UNICEF nýtir til að meðhöndla börn sem eru lífshættulega veik vegna vannæringar. Í söfnunarátakinu gaf Te & Kaffi andvirði 300 millilítra af næringarmjólk með hverjum seldum bolla á kaffihúsunum og viðskiptavinum var boðið að gera það sama með því að bæta 66 krónum við bollann. 

Hlutfallslega flestir skammtar af næringarmjólk voru keyptir á kaffihúsi Te & Kaffi í Aðalstræti og mætti starfsfólk á skrifstofu UNICEF á Íslandi til þess að fræðast um hvernig næringarmjólkin nýtist börnum í neyð.

„Mér finnst ótrúlega gott að vita að ég og mitt teymi höfum gert eitthvað til að bæta stöðu barna í heiminum. Stundum líður manni svo máttvana í baráttunni við vandamál eins risastór og hungrið í heiminum, en nú höfum við öll hjálpast að við að gera eitthvað sem skiptir raunverulegu máli,“ segir Krista Björk Kristjánsdóttir,  verslunarstjóri Te & Kaffi, Aðalstræti.

„Það var líka svo frábært að sjá viðbrögð fastakúnnanna. Þau koma á hverjum degi, sum oftar en einu sinni, og í hvert skipti sem við spurðum hvort þau vildu styðja verkefnið þá var svarið yfirleitt „Já auðvitað, er UNICEF dagur í dag!“

Starfsfólk Te & Kaffi í Aðalstræti seldu hlutfallslega flesta skammta af næringarmjólk

Næringarmjólk bjargar lífum vannærðra barna

Te & Kaffi hefur verið ómetanlegur stuðningsaðili UNICEF á Íslandi frá árinu 2008 og safnað yfir 40 milljónum króna fyrir börn í neyð. Stuðningurinn hefur meðal annars nýst í að tryggja börnum í Kólumbíu menntun, bregðast við ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku og bólusetja börn gegn mænusótt.

Þar sem hungur og matvælaskortur ógnar lífi barna víða var ákveðið að fara í sérstakt söfnunarátak til að bregðast við vannæringu meðal ungra barna. Jemen stendur nú á barmi hungursneyðar og í Afríku sunnan Sahara eru 5 milljónir barna í hættu vegna vannæringar.

UNICEF nýtir næringarmjólkina á sérstökum næringarmiðstöðvum til að meðhöndla börn sem eru orðin of veikburða til að innbyrgða fasta fæðu. Næringarmjólkin er orkurík og full af nauðsynlegum kolvetnum og fitu, auk þeirra vítamína og steinefna sem börn þurfa til að vaxa og dafna. Hún var sérstaklega þróuð til að meðhöndla allra veikustu börnin á næringarmiðstöðvum og sjúkrahúsum.

TE & Kaffi gaf 300 ml af næringarmjólk með hverjum seldum bolla

Ólafur Darri og Sigríður Thorlacius heimsóttu næringarmiðstöðvar

Vannæring getur hljómað eins og óyfirstíganlegt vandamál en með réttri meðhöndlun í tæka tíð ná langflest börn sér á einungis nokkrum vikum. UNICEF einsetur sér að veita börnum sem þjást af alvarlegri vannæringu viðeigandi meðferð, meðal annars með næringarmjólk og öðrum bætiefnum. Stuðningurinn er því mikilvægur og hefur raunveruleg áhrif á líf barna.

Í myndböndunum hér að neðan, sem tekin voru upp í Madagaskar og Bangladess, er hægt að sjá hvernig næringarmjólk er notuð til að bjarga lífi barna, en Ólafur Darri leikari og Sigríður Thorlacius söngkona, hafa bæði heimsótt næringarmiðstöðvar á vegum UNICEF. Sjáðu myndböndin hér að neðan:

Söfnunarátakinu í kaffihúsum Te & Kaffi er nú lokið en alltaf er hægt að gefa næringarmjólk í gegnum vefverslun UNICEF á Íslandi hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Karólína svarar staðhæfingum um fitufordóma: „Ég var kölluð trukkur daglega í grunnskóla“

Karólína svarar staðhæfingum um fitufordóma: „Ég var kölluð trukkur daglega í grunnskóla“
Fókus
Í gær

Stjörnumerkið þitt segir til um hvaða Netflix þætti þú ættir að horfa á

Stjörnumerkið þitt segir til um hvaða Netflix þætti þú ættir að horfa á
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“