fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Ellý og Hlynur – „Þessi mantra hefur haldið mér á lífi“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 23:00

Turtildúfurnar Ellý og Hlynur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafna- og listaparið Ellý Ármanns og Hlynur Jakobsson frumflytja í fyrramálið kl. 8 möntru á YouTube sem ber yfirskriftina Betra líf.

Mantran er eftir þau bæði, en Ellý les og Hlynur sér um tónlistina. Mantran sem er 15 mínútur að lengd er einnig aðgengileg á Spotify

„Hún er gerð sérstaklega fyrir þig,“ segir Ellý og öllum er velkomið að vera með. „Taktu ábyrgð á þínu eigin lífi frá og með núna. Vertu þér góð/ur.“

En hvað er mantra?

Mantra táknar verkfæri hugans:man að hugsa og tra er verkfæri.

„Mantra hefur djúpa merkingu en hún sér til þess að þú fáir hugljómun, upplifir sterka samkennd og hreinan tæran kærleika. Möntrurnar koma úr elsta og heilagasta riti Hindúisma en sagan segir að þeir hafi kynnt okkur fyrir möntrum úr djúpri íhugun og hugleiðslu sem stunduð var.

Óendanlega mikill máttur og orka eru í möntrunum af því að á meðan við förum með þær eða gefum þeim athygli okkar óskerta þá tengjumst við keðju þeirra gúrúa eða meistara sem hafa farið með þær öldum saman og ein tekur við af annarri. Munum að möntrur hafa róandi áhrif á okkur á sál og líkama og gefa undirmeðvitund okkar djúpa slökun.

Möntrur eru jákvæðar staðhæfingar sem efla allt það góða sem býr hið innra með okkur, fjarlægja allt sem kallast neikvæðni og niðurrifshugsanir sem við eigum til að nota gegn okkur sjálfum. Við erum það sem við hugsum. Með því að fara með möntruna daglega í 30 daga munt þú upplifa betra líf. Með möntrunni förum við í djúpa slökun eða hugleiðsluástand.“

„Þessi mantra hefur haldið mér á lífi. Hún á eftir að breyta lífi þínu ef þú ert opin fyrir því að mantra í 15 mínútur daglega,“ segir Ellý.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Í gær

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum