fbpx
Mánudagur 21.september 2020
Fókus

Ellý og Hlynur – „Þessi mantra hefur haldið mér á lífi“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 23:00

Turtildúfurnar Ellý og Hlynur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafna- og listaparið Ellý Ármanns og Hlynur Jakobsson frumflytja í fyrramálið kl. 8 möntru á YouTube sem ber yfirskriftina Betra líf.

Mantran er eftir þau bæði, en Ellý les og Hlynur sér um tónlistina. Mantran sem er 15 mínútur að lengd er einnig aðgengileg á Spotify

„Hún er gerð sérstaklega fyrir þig,“ segir Ellý og öllum er velkomið að vera með. „Taktu ábyrgð á þínu eigin lífi frá og með núna. Vertu þér góð/ur.“

En hvað er mantra?

Mantra táknar verkfæri hugans:man að hugsa og tra er verkfæri.

„Mantra hefur djúpa merkingu en hún sér til þess að þú fáir hugljómun, upplifir sterka samkennd og hreinan tæran kærleika. Möntrurnar koma úr elsta og heilagasta riti Hindúisma en sagan segir að þeir hafi kynnt okkur fyrir möntrum úr djúpri íhugun og hugleiðslu sem stunduð var.

Óendanlega mikill máttur og orka eru í möntrunum af því að á meðan við förum með þær eða gefum þeim athygli okkar óskerta þá tengjumst við keðju þeirra gúrúa eða meistara sem hafa farið með þær öldum saman og ein tekur við af annarri. Munum að möntrur hafa róandi áhrif á okkur á sál og líkama og gefa undirmeðvitund okkar djúpa slökun.

Möntrur eru jákvæðar staðhæfingar sem efla allt það góða sem býr hið innra með okkur, fjarlægja allt sem kallast neikvæðni og niðurrifshugsanir sem við eigum til að nota gegn okkur sjálfum. Við erum það sem við hugsum. Með því að fara með möntruna daglega í 30 daga munt þú upplifa betra líf. Með möntrunni förum við í djúpa slökun eða hugleiðsluástand.“

„Þessi mantra hefur haldið mér á lífi. Hún á eftir að breyta lífi þínu ef þú ert opin fyrir því að mantra í 15 mínútur daglega,“ segir Ellý.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benni og Tinna á stefnumóti – Stefnir í nýtt ofurpar

Benni og Tinna á stefnumóti – Stefnir í nýtt ofurpar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bólulæknirinn með rosalegt myndband – Ekki fyrir viðkvæma

Bólulæknirinn með rosalegt myndband – Ekki fyrir viðkvæma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konan í myndbandinu umdeilda stígur fram hjá Dr. Phil – „Ég er ekki Karen“

Konan í myndbandinu umdeilda stígur fram hjá Dr. Phil – „Ég er ekki Karen“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ugla hjólar í einn frægasta rithöfund heims – „Þetta er ógeðslegt“

Ugla hjólar í einn frægasta rithöfund heims – „Þetta er ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi klámstjarna látin 24 ára að aldri – Skelfileg örlög heimsþekktra klámstjarna

Fyrrverandi klámstjarna látin 24 ára að aldri – Skelfileg örlög heimsþekktra klámstjarna