fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Einar Darri var aðeins 18 ára þegar hann lést – „Við eigum öll bara eitt líf“ – Fyrsta forvarnaverkefnið í minningu Einars Darra

Babl.is
Miðvikudaginn 4. júlí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu þann 25. maí síðastliðinn eftir neyslu róandi lyfja, hann var aðeins 18 ára, fæddur 10. febrúar 2000.

Andlát hans var reiðarslag fyrir fjölskylduna og kom þeim í opna skjöldu. Nokkrum dögum síðar kom í ljós að Einar Daddi hafi fiktað við notkun lyfja í stuttan tíma, en hafði greiðan aðgang að róandi lyfjum og verkjalyfjum í gegnum netið.

Móðir Einars Darra, Bára Tómasdóttir, og systir hans, Andrea Ýr Arnarsdóttir, komu fram í einlægu viðtali í Fréttablaðinu í júní, en fjölskyldan hefur valið að deila sögu Einars Darra í fræðslu- og forvarnaskyni. Mæðgurnar, ásamt föður Einars Darra, Óskari Vídalín Kristjánssyni, og systur, Anítu Rún Óskarsdóttur, auk fjölskyldu og vina Einars Darra hafa stofnað minningarsjóð í hans nafni sem ætlaður er fyrir ungmenni í fíknivanda.

Algengt er að almenningur, þá sér í lagi ungmenni, geri sér ekki grein fyrir því hversu skaðleg, ávanabindandi og lífshættuleg slík lyf séu og hversu algeng misnotkun á þeim er hér á landi. Minningarsjóður Einars Darra, stendur fyrir og styrkir baráttuna #egabaraeittlif sem berst gegn fíkniefnum, með áherslu á misnotkun lyfja meðal ungmenna á Íslandi.

Ákveðið hefur verið af forsvarsmönnum minningarsjóðsins að byrja á því að einblína á forvarnir og varpa ljósi á þann allsherjar vanda sem misnotkun á lyfjum er hér á landi, þá sérstaklega á meðal ungmenna allt niður í grunnskóla. Vegna fjölgunar lyfjatendra dauðsfalla eru áhyggjur af slíkum vanda viðlogandi í íslensku samfélagi og virðist sem um sé að ræða nokkurskonar tískufyrirbrigði og breytt neyslumynstur meðal ungmenna.

Fyrsta forvarnarverkefnið – Armbönd með áletrun

Fyrsta verkefnið sem sett verður á laggirnar er forvarnarverkefni sem felur í sér dreifingu á armböndum sem letrað er á: Ég á bara eitt líf. Við eigum öll bara eitt líf og í veruleika þar sem ein tafla getur svipt þig lífi þá er einstaklega mikilvægt að allir minni sig á, að hver ákvörðun geti skipt sköpum. Armböndin eru ætluð til að fá fólk, sér í lagi ungmenni til að horfa á armbandið og fá þau til að hugsa sig tvisvar um áður en þau misnota lyf eða önnur fíkniefni.

Armböndunum verður dreift til einstaklinga að kostnaðarlausu og verður að öllu leiti kostað af minningarsjóði Einars Darra. Byrjað verður á því að dreifa þeim á Írskum dögum á Akranesi sem var nágrannabær Einars Darra þar sem hann gekk í skóla og átti fjölmarga vini. Vonast er til þess að slíkt verði hægt að gera með svipuðum hætti á öðrum útihátíðum í sumar.

Ég á bara eitt líf og þú líka – Hugsum okkur tvisvar um áður en við förum að fikta við fíkniefni

Í myndbandi sem Minningarsjóður Einars Darra hefur gert og deildi í Facebookhóp Minningarsjóðsins í gær koma foreldrar, systkini, vinir og ættingjar Einars Darra fram.
Minnt er á þá sorglegu staðreynd að hann er ekki sá eini sem látist hefur af völdum misnotkunar á lyfjum á þessu ári. Rekja má tugi dauðsfalla til misnotkunar á þessu ári, dauðsföll sem snerta líf þúsunda og skilja eftir í sárum. Hugsum okkur tvisvar um áður en við förum að fikta við lyf eða önnur fíkniefni.

Markmið baráttunnar #egabaraeittlif 

Markmið baráttunnar er að:

*Sporna við og draga úr misnotkun fíkniefna, með áherslu á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja
*Opna umræðuna um misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja hér á landi
*Auka þekkingu almennings á eðli og umfangi misnotkunar lyfseðilsskyldra lyfja
*Opna umræðu um vöntun á bættum meðferðarúrræðum

Til að ná fram ofangreindum markmiðum verður unnið í ýmsum verkefnum sem eru skipulögð af skipulagshóp sem hefur að geyma meðlimi frá ýmsum starfstéttum í samfélaginu, er breiður aldurshópur en á það sameiginlegt að vilja láta gott af sér leiða. Öll verkefnin eru og verða unnin með fagmennsku og kærleika í fyrirrúmi. Að auki hefur sjóðnum borist verulegur stuðningur og aðstoð úr öllum áttum úr samfélaginu frá gríðarmörgum einstaklingum sem vilja leggja verkefnunum lið. Þar á meðal eru stórfjölskylda Einars Darra, vinir, þekktir einstaklingar, fyrirtæki og ýmiskonar félög.

Fjallað er um sögu Einars Darra á síðunni Babl.is sem er nýr fréttavefur fyrir ungt fólk. Greinahöfundar síðunnar eru allir á aldrinum 19 til 21 árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“