fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fastir pennarFókus

Týnda prinsessan frá Dubai – „Ég er annað hvort lát­in eða í mjög, mjög, mjög slæmri stöðu”

Fókus
Mánudaginn 31. maí 2021 21:00

Latifa til hægri á myndinni. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og umsjónarkona Poppsálarinnar skrifar:

Í febrúar árið 2018 sendi  prinsessa af Dubai frá sér skilaboð þess efnis að hún væri að skipuleggja flótta frá heimalandi sínu. Hún hvarf stuttu seinna með aðstoð finnskrar vinkonu, en þær voru handsamaðar nokkrum dögum síðar á skútu rétt fyrir utan strendur Indlands. Lítið sem ekkert hefur spurst til prinsessunnar síðan. 

Latifa bint Mohammed bin Rashid al-Matkoum er dóttir emírsins af Dubai, Sheik Mohammed bin Rashid al-Maktoum. Faðir Latifu er giftur sex konum og á 30 börn.

Eldri systir Latifu, Shasma, reyndi einnig að flýja konungsfjölskylduna á meðan hún var á ferðalagi um Bretland árið 2000. Þá var hún handsömuð út á götu í Cambridge og hefur ekki sést síðan, eða í rúmlega 20 ár. Dómsyfirvöld í Bretlandi hafa reynt að taka það mál fyrir en án árangurs.

Árið 2002, þegar Latifa var 16 ára reyndi hún fyrst að flýja Dubai. Hún var handtekin og sat inni í rúmlega þrjú ár. Hún gaf út myndband eftir þetta og sagðist hafa þurft að þola barsmíðar og mikla hörku.

Mál Latifu prinsessu vakti síðan heimsathygli árið 2018 þegar mannréttindasamtök birtu myndband af henni þar sem hún lýsti tilraunum sínum til að flýja frá Dubai. Myndbandið gerði hún sjálf og óskaði hún eftir því að það yrði birt ef hún lenti í einhverjum vandræðum.

Elva Björk Ágústsdóttir, umsjónarkona Poppsálarinnar. Mynd/Valli

Í Poppsálinni er farið yfir þetta mál og farsakenndu sögu af flótta hennar. Latifa lagði af stað á sjó­skíðum frá Óman ásamt finnskri vin­konu sinni, Tiina Jauhiain­en, und­ir lok fe­brú­ar mánaðar árið 2018. Þar á eftir fór hún um borð í skútu fransk/​banda­ríska skip­stjór­ans Hervé Jaubert, skútan nefnist Nostromo. Í byrjun mars gufaði skút­an upp á Ind­lands­hafi, að því er virðist. Vitni fullyrða að vopnaðar sveit­ir hafi farið um borð í skút­una og tekið hana í sína vörslu. Þegar ekk­ert hafði spurst til Latifu í heila viku var upp­taka sem hún hafði gert skömmu áður gerð op­in­ber. Í henni grein­ir Latifa frá því að hún hafi haft áform um að flýja frá Dúbaí enda hafi hún sætt illri meðferð frá hendi föður síns.

Í myndbandinu segir hún „Sért þú að horfa á þetta mynd­band er það hið versta mál; ég er annaðhvort lát­in eða í mjög, mjög, mjög slæmri stöðu”.

Mann­rétt­inda­sam­tök­in Detained í Dúbaí hafa haldið því fram að Latifa hafi haft sam­band við þau frá skút­unni, þar sem hún óttaðist að hún yrði stöðvuð. Sam­tök­in full­yrða að hún hafi sent þeim skila­boð eft­ir að vopnuðu sveit­ir rudd­ust um borð í skút­una og grát­beðið sam­tök­in um hjálp. Eftir þessa flóttatilraun hef­ur ekkert spurst til Sj­eiku Latifu og við höf­um aðeins orð fjöl­skyldu henn­ar fyr­ir því að hún sé heil á húfi.

Mannréttindasamtök hafa óskað eftir upplýsingum um hvar prinsessunar sé að finna. Erfiðlega hefur gengið að fá einhvers konar sönnun fyrir því að Latifa sé á lífi. Í  desember árið 2018 birtu yfirvöld í Dubai mjög óskýrar myndir af prinsessunni með Mary Robinson, sem var þá í forystu fyrir mannréttindastofnun SÞ, til að sýna að allt væri í lagi. Samkvæmt Mary Robinson var fundurinn skipulagður af einni af konum emírans, eða prinsessunni Haya.

Robinson ræddi við fjölmiðla um fund sinn við Latifu og segir að Latífa sé ung kona í miklum vanda sem sæi eftir myndböndum sínum um meinta nauðung og ofbeldi. Nokkru seinna reynir sjálf Haya prinsessa að flýja Dubai og eiginmann sinn, emírinn af Dubai. Haya hefur rædd um illa meðferð eiginmannsins og reynt að fá forræði yfir yngstu börnum þeirra. Mary Robinson hefur í kjölfarið beðist afsökunar á því hvernig hún tæklaði fund sinn með Hayu og Latfiu nokkru fyrr og segist sjá eftir því að hafa ekki reynt að frelsa Latifu.

Í nýjasta þætti Poppsálarinnar er fjallað um þetta sérkennilega mál. Farið er yfir farsakenndan flótta Latifu, skilaboð hennar til umheimsins og þau mistök sem Mary Robinson frá Sameinuðu þjóðunum taldi sig hafa gert þegar hún hitti Latifu. Einnig er fjallað um nýjustu vendingar í málinu þar sem nýlega birtust myndir af Latifu í verslunarmiðstöð og á veitingastað með vinkonum sínum. Þessar myndir birtast stuttu eftir kall frá mannréttindasamtökum um einhvers konar sönnun fyrir því að Latifa sé á lífi. 

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Í gær

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 3 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða