fbpx
Sunnudagur 25.september 2022
Fastir pennarFókus

Poppsálin: Havana heilkennið – hljóðvopn eða hystería?

Fókus
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 19:30

Havana, Kúbu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppsálin er poppmenningarlegt hlaðvarp með sálfræðilegu ívafi. Fjallað er um ýmis sálfræðileg málefni sem tengjast poppmenningu sem og áhugaverðar rannsóknir og pælingar innan sálfræðinnar.

Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og umsjónarkona Poppsálarinnar skrifar:

Árið 2016 fóru bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu að finna fyrir sérkennilegum sjúkdómi. Einkenni sjúkdómsins eða heilkennisins fólu í sér einhvers konar þrýsting á heila, svima, höfuðverk, einbeitingaskort, ójafnvægi og ógleði. Rétt áður en starfsmennirnir upplifðu einkennin heyrðu þeir það óþægilegt hljóð að þeir þurftu að leita skjóls. Margir líktu hljóðinu við tvo málmhluti að nuddast saman. Aðrir töluðu um þrýstings hljóð, svipað því þegar rifa er á afturrúðu bíls á fleygi ferð. Á tveggja ára tímabili frá 2016 til 2018 lýstu 26 bandarískir diplómatar svipaðri reynslu. Allir bjuggu þeir á Kúbu. Þessi sjúkdómur hefur fengið heitið Havana heilkennið eða Havana syndrome.

Elva Björk. Mynd/Valli

Í ljósi langvarandi samskipta vanda og stirðleika milli þjóðanna töldu margir að um einhvers konar árás væri um að ræða. Erfitt var þó að greina hvernig árás þetta gæti verið. Sumir telja að um hljóðvopn hafi verið um að ræða meðan aðrir tala um bilun á hlerunarbúnaði. Bandarísk stjórnvöld hafa þó haldið því fram að um örbylgjuárás sé um að ræða og líta svo á að árásin hafi ekki einungis verið tengd við Kúbu, heldur sé þetta mun stærra vandamál.

Í sumar komu upp fleiri tilfelli Havana heilkennis hjá bandarískum sendiráðstarfsmönnum. Til að mynda var ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna til Víetnam frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp hafi komið tilfelli Havana heilkennis í höfuðborg landsins. Einnig hafa komið upp tilfelli í Austurríki og Kólumbíu.

Þrátt fyrir fjölda tilfella er enn óljóst hvað valdi veikindunum. Bandarískir vísindamenn telja þó að líklegasta skýringin sé örbylgjuárás, sem beint er að starfsstöðvum Bandaríkjanna.

Rannsóknir á þeim einstaklingum sem telja sig hafa upplifað Havana heilkennið benda til þess að einhverjir gætu hafa skaðast á heila við árásina. Bandarískir ráðamenn taka því þessum árásum alvarlega og hafa til að mynda frestað ferðum fólks og kallað sitt fólk aftur heim frá Kúbu.

Það eru þó ekki allir vísindamenn sammála um alvarleika málsins. Sumir vísindamenn vilja meina að hér sé um ekkert annað en sálræna hysteríu að ræða eða einhvers konar múgæsing. Þeir telja að óþægilegt hljóð úr engisprettum í bland við streituvaldandi aðstæður geti haft það mikil áhrif á ímyndunarafl einstaklinga að mass hystería eða múgæsingur myndast.

Múgæsingur er þegar ýmiskonar einkenni dreifast mjög hratt innan  afmarkaðs hóps. Til eru dæmi um múgæsing sem fer að stað þegar sýking er talin vera í drykkjarvatni bæjarbúa. Mengunin í vatninu á að geta haft neikvæð áhrif á heilsu fólks í bænum. Bæjarbúar fara margir hverjir að finna fyrir alls kyns neikvæðum einkennum þrátt fyrir að hafa jafnvel aldrei komið í snertingu við mengaða vatnið.

Talað er um múgæsing þegar hópur fólks á afmörkuðu svæði fer að finna fyrir svipuðum einkennum. Þetta er líklegra til að gerast á svæðum eða á tímabilum þar sem streitan er mikil. Einkennin virðast koma snögglega en hverfa einnig jafn skjótt. Einkennin aukast síðan líka eða dreifast við aukin fjölda frétta um atburðinn eða veikindin. Helstu einkenni mass hysteríu eða múgæsingins eru svimi, höfuðverkur, ógleði, einbeitingarskortur og ójafnvægi. Þetta eru einmitt sömu einkenni og felast í Havana heilkenninu.

Poppsálin fjallar um þetta sérkennilega heillkenni og veltir upp þeirri spurningu hvort um nýjan vopnahernað sé um að ræða eða hvort annað og jafnvel sálfræðilegra geti valdið þessum skrýtnu einkennum. Poppsálin skoðar sem sagt málið með sálfræðina að vopni 😉

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eign dagsins – 128 fermetrar á 29,9 milljónir

Eign dagsins – 128 fermetrar á 29,9 milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gamalt viðtal við Adam Levine dregið aftur fram í sviðsljósið

Gamalt viðtal við Adam Levine dregið aftur fram í sviðsljósið