fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025

Allir búnir að fá nóg

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 18. október 2018 09:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að starfsfólk Reykjavíkurborgar sem kom nálægt verkefninu á Nauthólsvegi 100, iðulega kennt við braggann eða stráin, leggi hart að sér að sleppa við að svara fyrir einstaka atriði í þessu furðulega máli. Fram til þessa hefur verið alveg í lagi að humma svona framúrkeyrslu af sér og láta kjörna fulltrúa lofa lærdómi og betrun ef svona mál ratar í frétt.

Staðreyndin er sú að milljón hingað og þangað úr borgarsjóði er varla upp í nös á ketti. Það er þegar margt smátt safnast saman og hundruð milljóna eru farnar í eitt einstakt verkefni að fólk verður einfaldlega hneykslað. Sérstaklega þegar það er sett í samhengi við kosningaloforð um gott framboð á félagslegu húsnæði og að brúa bil milli fæðingarorlofs og skóla.

Orð Hrólfs Jónssonar, stjórnanda hjá Reykjavíkurborg til áratuga, í Morgunútvarpinu hafa vakið mikla athygli. Hann segir að kjörnir fulltrúar hafi ekkert vitað um kostnaðinn fyrr en í ágúst síðastliðnum. Nú hafa margir, sérstaklega úr hópi Sjálfstæðismanna, lengi varað við því að embættismenn taki völdin af kjörnum fulltrúum. Verður það að teljast líklegt að slíkur sé veruleikinn þegar við vitum að fulltrúar borgarinnar funduðu í hverri viku þar sem útreikningar hverju sinni lágu fyrir.

Orðið á götunni er að svona framúrkeyrslur gangi ekki lengur. Enginn vill sjá aðra kostnaðaráætlun sem stenst ekki. Það eru allir búnir að fá nóg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands