fbpx
Föstudagur 13.júní 2025
Eyjan

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Eyjan
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 03:15

Trump er ósáttur við ABC News.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaður, sem skrifaði grein um Donald Trump í tímaritið GQ árið 1984, segir að Trump hafi verið svo ósáttur við ákveðið atriði í greininni að hann fyrirskipaði starfsfólki sínu að þræða blaðasölur í New York og kaupa öll eintökin af tímaritinu.

Það var Graydon Carter, 75 ára fyrrum ritstjóri Vanity Fair, sem skrifaði grein um Trump fyrir GQ árið 1984. Hann fylgdi Trump eftir í þrjár vikur til að kortleggja hann en Trump var allt annað en sáttur við afraksturinn. Carter skýrði frá þessu í viðtali við MSNBC.

„Það voru nokkur atriði sem honum líkaði ekki við, þar á meðal sú staðreynd að ég sagði að það væri eins og hendurnar hans væru of litlar fyrir líkamann. Honum líkaði þetta alls ekki, hann var ánægður með forsíðuna en ekkert annað. Hann lét því starfsfólkið sitt kaupa hvert einasta eintak sem það fann í blaðsölustöndum í New York,“ sagði Carter.

Í greininni fjallaði Carter um útlit Trump og sagði meðal annars: „188 cm á hæð, grannur en vel nærður. Litlar hendur sem eru vel hirtar. Jakkafötin eru blá og falleg.“

Skrif hans um handastærð Trump gleymdust ekki og má í því sambandi nefna að þegar Marco Rubio, núverandi utanríkisráðherra, atti kappi við Trump 2016 um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, nýtti hann sér þetta gegn Trump og sagði: „Þið vitið hvað er sagt um menn með litlar hendur – þú getur ekki treyst þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur Helgason: Auðvörn allra tíma – Samtök fjármagnseigenda í sjávarútvegi beita leppum sínum

Hallgrímur Helgason: Auðvörn allra tíma – Samtök fjármagnseigenda í sjávarútvegi beita leppum sínum
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta er það sem stórútgerðin fær í afslátt hjá þjóð sinni

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta er það sem stórútgerðin fær í afslátt hjá þjóð sinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verkalýðsforstjórar kasta grjóti úr glerhúsi

Orðið á götunni: Verkalýðsforstjórar kasta grjóti úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Reiptog lýðræðis og hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Reiptog lýðræðis og hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkar sem eru á móti sjálfum sér

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkar sem eru á móti sjálfum sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Dauðinn og fíknin

Óttar Guðmundsson skrifar: Dauðinn og fíknin