fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Eyjan
Sunnudaginn 28. apríl 2024 13:30

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að ný skoðanakönnun Maskínu, þar sem Halla Hrund Logadóttir tók forystuna, valdi aukinni spennu vegna forsetakosninganna sem fara fram eftir fimm vikur. Margir höfðu spáð Höllu Hrund góðu gengi í skoðanakönnunum og kosningunum en þessi útkoma er betri, og kemur fyrr, en spámenn höfðu vænst. Ætla má að á næstu vikum verði baráttan milli fjögurra efstu hörð og spennandi. Jón Gnarr og Katrín eru bæði þjóðþekkt en jafnframt umdeild. Baldur hefur komið sér hratt á framfæri en Halla Hrund, orkumálastjóri, er spútnik kosningabaráttunnar, enn sem komið er, og vekur vaxandi jákvæða athygli kjósenda með hverjum deginum sem líður.

Í stuðningsmannaliði Katrínar Jakobsdóttur hefur orðið mikill skjálfti vegna þessarar þróunar. Stjórnarflokkarnir sem styðja Katrínu héldu að það yrði lítið mál fyrir hana að stinga af í kosningabaráttunni en raunin hefur orðið önnur. Hún sækir fylgi sitt samkvæmt könnunum einkum til hluta sjálfstæðismanna, Framsóknar og svo í sinn gamla flokk, Vinstri græna, sem er reyndar skroppinn saman í dvergfylgi, ef marka má allar skoðanakannanir í seinni tíð.

Kjósendur virðast ekki vilja fá stjórnmálamann á Bessastaði. Fólkið velur forsetann en lætur ekki valdastéttir landsins velja fyrir sig. Þá virðist Katrín og hennar nánasta lið hafa misreiknað viðhorf kjósenda til stjórnmálamanns sem stekkur frá borði sem leiðtogi óvinsællar ríkisstjórnar og telur að forsetaembættið eigi að bíða sín eins og ekkert sé eðlilegra. Þetta er talið vera yfirlæti og viss valdhroki sem fólk kann illa við. Þá lendir fyrrum forsætisráðherra í því að kjósendur rifja upp mörg erfið og vond mál sem ríkisstjórn hennar ber ábyrgð á og fólk sættir sig ekki við.

Orðið á götunni er að allir þrír stjórnarflokkarnir hafa ræst kosningavélar sínar og „skrímsladeildir“ þeirra eru teknar til starfa til að freista þess að kasta rýrð á þá frambjóðendur sem njóta nú góðs gengis í skoðanakönnunum, en þar er vitanlega átt við Höllu Hrund, Baldur og Jón Gnarr. Aðeins er tekið að örla á vinnubrögðum flokkanna þó að það sé rétt að byrja enda eru nær 5 vikur til kjördags. Talið er að framboð Katrínar hafi gert mikil mistök með því að hleypa samstarfsfólki Bjarna Benediktssonar inn á gafl hjá sér. Það á ekki síst við um Friðjón Friðjónsson sem er einn af nánustu handlöngurum Bjarna. Fleiri eru nefndir til sögunnar sem munu einungis skemma fyrir.

Framsóknarflokkurinn ræður einnig yfir öflugri kosningavél sem verður nýtt. Þá er hefð fyrir því að þessir tveir flokkar, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn, hafa jafnan verið í sérflokki þeirra sem hafa geta sótt styrki til atvinnulífsins, einkum sjávarútvegs og landbúnaðar. Kosningabarátta er dýr. Munu sægreifarnir, sem notið hafa sérréttinda hinnar óvinsælu ríkisstjórnar Katrínar og Bjarna, nú láta til sín taka? Það er mun líklegra en hitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn