fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2024
Eyjan

Halla heldur forystunni en Katrín sækir í sig veðrið

Eyjan
Mánudaginn 6. maí 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Hrund Logadóttir heldur forystu sinni í kapphlaupinu um Bessastaði. Fylgi hennar mælist nú 29,7% meðal þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun sem Prósent gerði fyrir Morgunblaðið. Katrín Jakobsdóttir kemur næst henni með 21,3% fylgi og eykur fylgi sitt um nokkur prósentustig á milli vikna.

Baldur Þórhallsson er í þriðja sæti en fylgi hans mælist 20,4% og er ekki tölfræðilega marktækur munur á fylgi hans og Katrínar. Jón Gnarr er í fjórða sæti en fylgi hans mælist 14,7%.

Morgunblaðið bendir á að könnunin hafi staðið yfir þar til í gær en sárafá svör hafi borist um helgina. Niðurstaðan endurspegli því skoðanir fólks fyrir kappræður forsetaframbjóðendanna í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn.

Lítil breyting varð á fylgi annarra frambjóðenda nema hvað fylgi Höllu Tómasdóttur fór upp í 5,1% og fylgi Arnars Þórs Jónssonar upp í 4,3%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Tölvulæknar

Óttar Guðmundsson skrifar: Tölvulæknar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viktor ætlar að vera með þótt hann fái ekki að vera með

Viktor ætlar að vera með þótt hann fái ekki að vera með
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorgerði svelgdist á kaffinu þegar hún heyrði viðtal við Bjarna um helgina

Þorgerði svelgdist á kaffinu þegar hún heyrði viðtal við Bjarna um helgina