fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2024
Eyjan

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Eyjan
Miðvikudaginn 8. maí 2024 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði í Ásbergssalnum í Kringlubíói, þriðjudaginn 14. maí kl. 17. Á sama tíma verður opnuð sýning á þessum drögum að deiliskipulagstillögu fyrir almenning á jarðhæð í göngugötu Kringlunnar.

Um er að ræða drög að deiliskipulagstillögu 1. áfanga Kringlusvæðis, sem nær til lóðanna Kringlan 1-3 og Kringlan 5. Höfundar eru danska teiknistofan Henning Larsen ásamt THG arkitektum og er tillagan gerð fyrir Reiti fasteignafélag. Á fundinum verður farið stuttlega yfir aðdraganda deiliskipulagsgerðar og deiliskipulagslýsingar fyrir áfanga 1-3, en að því loknu munu höfundar fara yfir drög að deiliskipulagstillögu sinni og jafnframt gera grein fyrir þeirri vinnu sem að baki liggur. 

Margbreytileiki með útirýmum 

Á Kringlusvæðinu verða fjölbreytt húsform og ný skjólgóð og sólrík götu- og torgrými, samtvinnuð stærri útirýmum. Umferð akandi, hjólandi og gangandi er gert jafnhátt undir höfði með sérstakri áherslu á gönguvænt umhverfi. Meginmarkmið tillögunnar er að móta nýtt og þétt borgarumhverfi þar sem margbreytileikinn fær notið sín.

„Tillagan miðar að því að skapa manneskjulegt, grænt og skjólgott borgarhverfi sem er undir áhrifum  fjölbreytileika reykvískrar byggingarhefðar. Nýtt hverfi mun skapa umgjörð fyrir lifandi nærsamfélag sem mun njóta góðs af mikilli nálægð við úrval verslunar, þjónustu og menningu,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóra Kringlueitar ehf.

 „Hluti gömlu Morgunblaðsprentsmiðjunnar mun stækka og umbreytast í menningarhús sem mun hleypa lífi og fjölbreyttri starfsemi í hverfið. Þetta nýja borgarhverfi sem mun rýsa við Kringluna verður allt í senn lifandi, spennandi og hlýlegt þar sem umferð akandi, hjólandi og gangandi er gert jafnhátt undir höfði um vistgötu hverfisins,“ segir Sigurjón ennfremur.

Fundurinn nk þriðjudag er öllum opinn og munu Reitir opna fyrir umræður og spurningar varðandi deiliskipulagstillöguna sem er í undirbúningi. Að auki verður deiliskipulagslýsing 1.-3. áfanga Kringlunnar aðgengileg í skipulagsgátt þar sem senda má inn athugasemdir á slóð Skipulagsstofnunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hamasliðar voru 20-30 þúsund, en munu sennilega tífaldast – Útrýming þeirra ógjörleg – Hvað gengur Ísrael til?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hamasliðar voru 20-30 þúsund, en munu sennilega tífaldast – Útrýming þeirra ógjörleg – Hvað gengur Ísrael til?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Í dómsalinn mætti lögmaður og fjórir menn í handjárnum. Ég blondínan nýútskrifuð“

„Í dómsalinn mætti lögmaður og fjórir menn í handjárnum. Ég blondínan nýútskrifuð“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar