fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar á hálum ís

Eyjan
Fimmtudaginn 12. desember 2024 19:25

Sigrún Magnúsdóttir, Sólveig Pétursdóttir og Guðmundur Andri Thorsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fengu höfundar bóka sem fjalla um sögu og menningu Íslands bréf með niðurstöðu um það hvort þeir hefðu fengið styrk úr sjóði sem nefnist Gjöf Jóns Sigurðssonar. Ákvörðun um úthlutunina liggur í höndum fyrrverandi stjórnmálamanna sem eru skipaðir í sjóðstjórnina vegna pólitískra tengsla sinna en verðlaunanefndina skipa nú Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og ráðherra, Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis og Guðmundur Andri Thorsson fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar.

Á heimasíðu sjóðsins kemur eftirfarandi:

„Í reglum frá árinu 1881 um Gjöf Jóns Sigurðssonar er kveðið á um að fé úr sjóðnum megi veita,
„1. til verðlauna fyrir vel samin vísindaleg rit,
2. til að styrkja útgáfur slíkra rita annars kostar og
3. til þess að styrkja útgáfur merkilegra heimildarrita“

Enn fremur segir „Öll skulu rit þessi lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum“. Á árinu 1974 var bætt við ákvæði þess efnis „að þegar sérstök ástæða þyki til, megi verja fé til viðurkenningar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa vísindarit í smíðum“.“

Sigurður Gylfi Magnússon prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands sótti um styrk til sjóðsins fyrir bókina Autobiographical Traditions in Egodocuments: Icelandic Literacy Practice, sem kom út á síðasta ári hjá hinu þekkta alþjóðlega forlagi Routledge.

Verkinu var hins vegar hafnað á forsendum þingsályktunartillögu sem var borin upp í þinginu rúmum mánuði eftir að umsóknarfrestur í sjóðinn rann út! Í höfnunarbréfinu frá stjórn sjóðsins kom eftirfarandi fram:

„Nefndin ákvað að taka einungis bækur ritaðar á íslenska tungu og fyrir íslenska lesendur til skoðunar og verðlauna í ár. Samræmist það meginmarkmiðum þingsályktunartillögu um bókmenntastefnu 2025–30 sem menningar- og viðskiptaráðherra lagði fyrir þingið 4. október 2024.“

Sigurður Gylfi gerir þetta furðulega mál að umfjöllunarefni á Fésbókar-síðu sinni og bendir á að þessar forsendur standist enga skoðun enda voru þessar takmarkanir ekki nefndar í umsóknargögnunum. Skrif hans hafa fengið mikil viðbrögð. Bent er á að þessi ákvörðun standist ekki lög og góða stjórnsýslu. Sigurður Gylfi skrifar: „Hugmyndin sjálf er ótrúlega heimóttarleg svo ekki sé nú meira sagt. Í hvaða heimi býr þetta fólk sem tekur svona ákvarðanir? Hér á landi keppist stór hópur fólks við að fjalla um menningu og sögu landsins frá ýmsum hliðum og birtir efni sitt í útlöndum en er sett til hliðar vegna þess að það skrifar ekki á íslenska tungu. Hvað rugl er þetta? Hvað hefði blessaður karlinn hann Jón Sigurðsson sagt við svona vinnubrögðum og svona hugsun? Spyr sá ekki veit!“

Í athugasemdum við þessa færslu Sigurðar Gylfa bendir fólk á að fólkið sem tekur þessa ákvörðun sé pólitískt skipað og hafi ekki forsendur til að meta verk vísindamanna sem hafa unnið árum saman að rannsóknum sínum. Óhætt er að taka undir að það sé tímaskekkja að fela gæðingum úr flokkunum svo vandasamt hlutverk að deila út talsverðum fjármunum sem geta haft mikla þýðingu fyrir vísindamenn sem vinna árum saman að verkum sínum oft við erfiðar aðstæður. Hér er því enn eitt dæmið um misbrest, jafnvel hneyksli, í sambandi við fjáraustur úr opinberum sjóðum sem byggir á hæpnum forsendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við