Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar á hálum ís
EyjanNýlega fengu höfundar bóka sem fjalla um sögu og menningu Íslands bréf með niðurstöðu um það hvort þeir hefðu fengið styrk úr sjóði sem nefnist Gjöf Jóns Sigurðssonar. Ákvörðun um úthlutunina liggur í höndum fyrrverandi stjórnmálamanna sem eru skipaðir í sjóðstjórnina vegna pólitískra tengsla sinna en verðlaunanefndina skipa nú Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og Lesa meira
Þorgerður Katrín: Venjulegt fólk sér ekki veisluna sem ríkisstjórnin hreykir sér af
EyjanVenjulegt fólk sér ekki veisluna sem ríkisstjórnin segist bjóða upp á. Venjulegt fólk hefur séð greiðslubyrði lána tvöfaldast á nánast einni nóttu. Við súpum seyðið nú af því að stjórnleysi hefur ríkt í ríkisfjármálunum, líka í góðærinu fyrir Covid, þegar ríkissjóður var rekinn með halla í blússandi góðæri í stað þess að lagt væri til Lesa meira
Vantraust á matvælaráðherra: Jón Gunnarsson sat hjá – annars hreinar línur milli stjórnar og stjórnarandstöðu
EyjanÞingmenn ríkisstjórnarflokkanna, aðrir en Jón Gunnarsson, greiddu atkvæði gegn vantrauststillögu Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra, en atkvæðagreiðsla fór fram á Alþingi í hádeginu. Í umræðum um tillöguna kom fram að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hygðust verja ráðherrann vantrausti. Þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem til máls tóku, lýstu stuðningi við tillögu Bergþórs, á ólíkum forsendum þó. Þingmenn Pírata Lesa meira
Réðu vin bæjarstjórans í góða stöðu hjá Garðabæ – „Þessi ákvörðun skapar vantraust frá fyrsta degi“
EyjanLúðvík Örn Steinarsson var í vikunni ráðinn sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslusviðs Garðabæjar. Fulltrúar minnihlutans eru æfir yfir þessu enda er Lúðvík vinur Almars Guðmundssonar bæjarstjóra og er innmúraður Sjálfstæðismaður sem hefur tengt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. „Þetta er mjög alvarlegt,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar. En hún og fulltrúar Garðabæjarslistans og Framsóknarflokksins lögðust gegn ráðningu Lúðvíks Lesa meira
Sigursteinn kemur Svandísi til varnar – Hvar er dýravelferðarfólkið núna?
FréttirSigursteinn Másson, dagskrárgerðarmaður og fulltrúi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins á Íslandi, kemur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, til varnar í grein sem birt var hjá Vísi í dag. Yfirskrift greinarinnar er „Hvenær brýtur maður lög?“ og er vísun í álit Umboðsmanns Alþingis þess efnis að Svandís hefði ekki farið að lögum varðandi stöðvun hvalveiða í sumar. „Þessa dagana hugsar gamla Lesa meira
Óvæntar sameiningarviðræður Húnabyggðar og Skagabyggðar – Skagaströnd skilin eftir
EyjanSveitarstjórn Skagabyggðar í Austur-Húnavatnssýslu hefur samþykkt að hefja samtal um sameiningu sveitarfélagsins við Húnabyggð. Áður hafði frekar verið búist við því að Skagabyggð myndi sameinast Skagaströnd, enda liggur sveitarfélagið bæði norðan og sunnan við hana. Staðarmiðillinn Húnahornið greinir frá þessu. Segir þar að starfshópur um sameiningarvalkosti Skagabyggðar hafi skilað niðurstöðu og Húnabyggð orðið ofan á. Lesa meira
Umboðsmaður telur að innviðaráðuneytinu hafi verið heimilt að vísa frá kærum Miðflokksmannsins Þrastar
FréttirUmboðsmaður alþingis ályktaði í vor að innviðaráðuneytið hefði verið heimilt að vísa frá stjórnsýslukærum Þrastar Jónssonar, oddvita Miðflokksins í Múlaþingi. Meirihluti sveitarstjórnar kaus hann vanhæfan til að fjalla um leiðaval Fjarðaheiðagangna. Austurfrétt greindi fyrst frá málinu en ályktunin var ekki birt á vef Umboðsmanns fyrr en nýlega. Vanhæfismálið hefur vakið mjög harðar deilur í sveitarstjórn Lesa meira
Vandræðalegur sextán mínútna fundur í Hveragerði – „Mannleg mistök áttu sér stað“
FréttirIlla hefur gengið að funda í bæjarstjórn og bæjarráði Hveragerðis undanfarið vegna klúðurs við skipulagningu funda. Tveimur fundum þurfti að aflýsa og einum fundi var slitið eftir aðeins sextán mínútur vegna ólöglegrar boðunar. „Þetta er ekkert pólitískt en þetta verður að vera í lagi. Stjórnsýslan verður að vera í lagi. Bæjarbúa og laganna vegna,“ segir Lesa meira
Sauð upp úr þegar Þröstur neitaði að yfirgefa salinn – Rætt um lögreglu og handalögmál
FréttirÞröstur Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, neitaði að yfirgefa salinn eftir að hann var kosinn vanhæfur á sveitarstjórnarfundi í gær. Töluvert uppnám skapaðist og að sögn fundarfólks var rætt bæði um lögreglu og handalögmál í fundarhléi. „Ég óhlýðnaðist valdi forseta,“ segir Þröstur. „Menn veltu því fyrir sér í fullri alvöru hvort það ætti að kalla Lesa meira
Skoðun á framtíðarfyrirkomulagi sé ástæða þess að staða forstjóra var ekki auglýst
FréttirSara Lind Guðbergsdóttir verður í stól forstjóra Ríkiskaupa til áramóta hið minnsta. Fjármálaráðuneytið ákvað að auglýsa ekki stöðuna núna í haust eins og tilkynnt hafi verið. Að sögn Elvu Björk Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, stendur yfir skoðun á framtíðarfyrirkomulagi umgjarðar innkaupamála hjá ríkinu. Þar verður lagt mat á hvort hagkvæmt sé að sameina stofnunina öðrum einingum Lesa meira