fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Stefnir í „taktískar“ kosningar eins og í forsetakosningunum í sumar?

Eyjan
Laugardaginn 9. nóvember 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Bergmann, stjórnmálaprófessor, varpaði því nýlega fram hvort kjósendur ættu eftir að kjósa „taktískt“ í komandi þingkosningum rétt eins og í forsetakosningunum síðasta sumar en þá gerðist það að fólk tók að velja sér frambjóðendur eftir möguleikum þeirra sem leiddi til þess að ýmsir frambjóðendur fengu sáralítið fylgi, mun minna en nam fjölda þeirra meðmælenda sem þeir þurftu að skila af sér. Einnig var áberandi að kjósendur höfðu miklar skoðanir á framboði Katrínar Jakobsdóttur þar sem t.d. flokksmenn stjórnarflokkanna virtust standa með henni á meðan fjöldi kjósenda gat ekki hugsað sér að velja sem forseta fráfarandi formann sósíalista sem hafði leitt óvinsæla ríkisstjórn í tæp sjö ár. Ólafur Þ. Harðarson, fyrrum prófessor, benti á að aldrei áður hefði komið til þess að kjósendur verðu atkvæði sínu með þessum hætti í þingkosningum. Þeir sem vildu Katrínu ekki sem forseta völdu þann sem var líklegastur til að koma í veg fyrir það. Niðurstaðan varð sú að Halla Tómasdóttir var kjörin með nokkrum yfirburðum.

Orðið á götunni er að nú sé komin upp sú staða að kjósendur gætu kosið skipulega, eða „taktískt“, í komandi þingkosningum eins og gerðist síðast liðið sumar. Fjórir stærstu flokkarnir samkvæmt öllum skoðanakönnunum eru líklegastir til að koma að myndun ríkisstjórnar, væntanlega einhverjir þrír þeirra. Aðrir flokkar eru ekki líklegir til að blandast inn í þá baráttu verði niðurstaða kosninganna í líkingu við það sem allar skoðanakannanir sýna núna. Kjósendur sem verja atkvæði sínu á aðra flokka en þessa fjóra gætu þá staðið frammi fyrir því að atkvæði þeirra nýttust ekki neitt.

Í könnun Prósents sem Morgunblaðið birtir nú um helgina, og tekin var á síðustu dögum og sýnir stöðuna eins og hún er núna, mældist stuðningur við Samfylkinguna 21,6 prósent, 17,1 prósent við Viðreisn, 15,1 prósent við Miðflokkinn og 12,3 prósent við Sjálfstæðisflokkinn. Fylgi við aðra flokka mældist minna. Orðið á götunni er að nú gæti svo farið að kjósendur sem höfðu hugsað sér að kjósa einhvern annan flokk en fyrrnefnda fjóra flokka sjái fram á að atkvæði þeirra nýtist ekki og velji því að breyta til og kjósa einhvern af fjórum stærstu flokkunum til að hafa áhrif á myndin næstu ríkisstjórnar.

Í þessu ljósi er rétt að horfa til þess að Framsóknarflokkurinn mælist einungis með 5,8 prósent sem gerir stöðu hans mjög veika. Orðið á götunni er að stuðningsmenn Framsóknar gætu þess vegna íhugað alvarlega að færa sig yfir á Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokk. Píratar mælast einnig einungis með 5,7 prósent sem gefur þeim enga stöðu við stjórnarmyndun. Ekki kæmi á óvart að kjósendur flokksins hugleiði að færa sig frekar yfir á Viðreisn eða Samfylkinguna. Þótt Flokkur fólksins mælist nú með 11,5 prósenta stuðning, nánast það sama og Sjálfstæðisflokkurinn, er ólíklegt að hann komi til greina við stjórnarmyndun. Orðið á götunni er að það stafi það ekki síst af því að hinir flokkarnir kæri sig lítt um að starfa í skjóli sumra verðandi þingmanna Flokks fólksins eins og til dæmis Ragnars Þórs Ingólfssonar og Sigurjóns Þórðarsonar. Það gæti leitt til þess að kjósendur Flokks fólksins vildu frekar hafa áhrif á stjórnarmyndun með því að styðja aðra flokka sem gætu þá væntanlega orðið Samfylking, Viðreisn eða Miðflokkurinn.

Orðið á götunni er að nú geti komið til „taktískra“ kosninga til Alþingis í fyrsta skipti í sögunni. Það gæti haft veruleg áhrif á niðurstöðuna og þess vegna valdið miklu um myndun næstu ríkisstjórnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefnir í afar spennandi nótt hjá Brynjari – Er inni sem jöfnunarmaður

Stefnir í afar spennandi nótt hjá Brynjari – Er inni sem jöfnunarmaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Við höfum engan heillandi leiðtoga með sýn og það er okkur erfitt“ 

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Við höfum engan heillandi leiðtoga með sýn og það er okkur erfitt“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hægri eða vinstri? Röng spurning. Það þarf hvort tveggja“

„Hægri eða vinstri? Röng spurning. Það þarf hvort tveggja“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefán Einar birtir kosningaspá sína – Telur að Píratar detti út og Sjálfstæðisflokkurinn taki fram úr Samfylkingunni

Stefán Einar birtir kosningaspá sína – Telur að Píratar detti út og Sjálfstæðisflokkurinn taki fram úr Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gógó Starr hjólar í Sigmund Davíð – „Mjög opinskátt hatursfullur í garð hinsegin- og trans fólks“

Gógó Starr hjólar í Sigmund Davíð – „Mjög opinskátt hatursfullur í garð hinsegin- og trans fólks“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Samkomulag við Arion banka og Landsbankann um fjármögnun First Water

Samkomulag við Arion banka og Landsbankann um fjármögnun First Water