Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir leiðir lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Í öðru sæti er Sigmar Guðmundsson alþingismaður. Í þriðja sæti er Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fv. bæjarstjóri og í fjórða sæti er Karólína Helga Símonardóttir framkvæmdastjóri. Í fimmta sæti er Valdimar Breiðfjörð Birgisson markaðsstjóri og það sjötta skipar Ester Halldórsdóttir verkefnastjóri.
„Það eru forréttindi að leiða þennan öfluga lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi,” segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Það er dýrmætt að skynja kraftinn í flokknum og stuðninginn sem við finnum, hvert sem við förum, úti í samfélaginu. Fólk veit að Viðreisn stendur fyrir breytingar sem eru okkur lífsnauðsynlegar eftir margra ára kyrrstöðu ríkisstjórnarinnar.”
Framboðslisti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi í heild sinni:
- Þorgerður K. Gunnarsdóttir, alþingismaður
- Sigmar Guðmundsson, alþingismaður
- Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs og fv.bæjarstjóri.
- Karólína Helga Símonardóttir, framkvæmdarstjóri
- Valdimar Breiðfjörð Birgisson, markaðsstjóri
- V. Ester Halldórsdóttir, verkefnastjóri
- Ingi Þór Hermannsonn, forstöðumaður
- Elín Anna Gísladóttir, verkfræðingur og varaþingmaður
- Kristján Ingi Svanbergsson, sérfræðingur í fjármálum
- Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, sérfræðingur á eftirlits- og rannsóknarsviði Skattsins
- Ísak Leon Júlíusson, nemi
- Sara Sigurðardóttir, breytingaleiðtogi og stjórnarmaður
- Sindri Alexandersson, vöruflokkastjóri
- Sigrún Jónsdóttir, flugfreyja
- Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskiptafræðingur og Qigong kennari
- Tinna Borg Arnfinnsdóttir, viðskiptasérfræðingur hjá Marel
- Helgi Pálsson, raflagnahönnuður og kennari
- Kristín Pétursdóttir, stjórnarmaður og Ráðgjafi
- Kristján Ó. Davíðsson, stjórnmálafræðingur og formaður Karatedeildar Hauka
- Rúna Kristinsdóttir, hugmyndasmiður og Hönnuður
- Björn Sighvatsson, framleiðsluverkfræðingur
- Margrét Rósa Kristjánsdóttir, lyfjafræðingur
- Auðbergur Magnússon, fv.flugumferðarstjóri
- Rebekka Rós R. Harðardóttir, lögg. Fasteignasali
- Sigurjón Ingvason, lögfræðingur
- Guðrún Þórarinsdóttir, framkvæmdarstjóri
- Thomas Möller, verkfræðingur og ráðgjafi
- Lovísa Jónsdottir, bæjarfulltrúi