fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Eyjan

Úlfúð vegna nýja skattsins: Af hverju borga HS Orka og Bláa lónið ekki líka?

Eyjan
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverð úlfúð virðist ríkja vegna nýs skatts sem lagður verður á landsmenn til að fjármagna byggingu varnargarðs sem verður reistur utan um HS Orku í Svartsengi og Bláa lónið.

Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesi. Áætlaður kostnaður við verkefnið er 2,5 milljarðar króna og verður þetta fjármagnað með gjaldi sem leggst á allar húseignir næstu þrjú árin og nemur 0,008% af brunabótamati.

Taka ekki þátt

Svo dæmi séu nefnd myndi gjaldið nema 4.800 kr. á ári af íbúð með brunabótamat að fjárhæð 60 milljónir króna og 8.000 krónur á ári af íbúð með brunabótamat að fjárhæð 100 milljónir króna.

Ekki er gert ráð fyrir að þau fyrirtæki sem starfa innan fyrirhugaðs varnargarðs taki þátt í kostnaði við byggingu hans, eins og Eyjan greindi frá í gærkvöldi og kom fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Eyjunnar.

Furðar sig á fyrirkomulaginu

Á samfélagsmiðlum hafa margir velt fyrir sér hvers vegna fyrirtæki sem græða milljarða séu ekki látin taka þátt í kostnaðinum.

„Af hverju eru einkafyrirtækin HS Orka og Bláa lónið, sem hafa grætt milljarða á undanförnum árum, ekki látin borga amk. hluta af kostnaðinum við varnargarðana? Þess í stað er lagður nýr skattur á þorra almennings til að borga kostnaðinn,“ spurði til dæmis sagnfræðingurinn Guðjón Friðriksson á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

Fjölmargir hafa skrifað athugasemd við færslu hans og tekið undir með honum. „Góð og þörf spurning,“ sagði einn á meðan annar bætti við: „Það þarf að krefjast svara og rökstuðnings fyrir þessari gölnu ákvörðun – að ekki sé gerður fyrirvari um endurgreiðslu þessara fyrirtækja,“ sagði annar.

18 milljarða hagnaður frá 2017

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, benti í gær á að HS Orka hefði skilað rúmum 18 milljörðum króna í hagnað frá árinu 2017.

„Ég ítreka að að sjálfsögðu verðum við að byggja varnargarða í kringum þjóðhagslega mikilvæga innviði og ríkið þarf og verður að koma að þeirri fjármögnun en að ætla sér síðan að láta heimilin greiða fyrir það á sama tíma og HS orka hefur skilað milljörðum í hagnað ár eftir ár finnst mér undarlegt,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vill skattleysi eldri borgara – segir þá búna að leggja sitt af mörkum á langri ævi

Vill skattleysi eldri borgara – segir þá búna að leggja sitt af mörkum á langri ævi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fái að reykja mentól sígarettur í fjögur ár í viðbót – Hæfilegur undirbúningstími

Fái að reykja mentól sígarettur í fjögur ár í viðbót – Hæfilegur undirbúningstími
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja lífeyrissjóði ekki viljuga til að hjálpa Grindvíkingum – „Ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar“

Segja lífeyrissjóði ekki viljuga til að hjálpa Grindvíkingum – „Ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Djöfullinn sjálfur

Óttar Guðmundsson skrifar: Djöfullinn sjálfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vandamálið í dag er þung greiðslubyrði lána en ekki yfirveðsetning eins og í hruninu, segir umboðsmaður skuldara

Vandamálið í dag er þung greiðslubyrði lána en ekki yfirveðsetning eins og í hruninu, segir umboðsmaður skuldara