fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Bláa lónið og HS orka taka ekki þátt í kostnaði við varnargarða en almenningur greiðir með sérstökum forvarnaskatt

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 13. nóvember 2023 19:00

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er gert ráð fyrir að þau fyrirtæki sem starfa innan fyrirhugaðs varnargarðs taki þátt í kostnaði við byggingu hans. Þetta kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Eyjunnar.

Fyrr í dag setti Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, spurningarmerki við að landsmenn greiði fyrir varnargarð sem muni rísa í kringum fyrirtæki sem græðir milljarða. Vísaði hann þar til HS Orku í Svartsengi, sem hafi síðustu ár skilað mörgum milljörðum í hagnað.

Eins mun Bláa lónið verða innan varnargarðsins en frá því var greint í mars á þessu ári að Bláa lónið hagnaðist um tæpa tvo milljarða árið 2022 og stefnir fyrirtækið á skráningu í Kauphöll.

Guðrún, sem sjálf sat í stjórn Bláa lónsins á árunum 2013-2017, segir í svari við fyrirspurn Eyjunnar:

„Það er rétt að fyrirhugaður varnargarður nær út fyrir Bláa lónið að vestanverðu.

Varnargarðurinn er fyrst og fremst hugsaður til að verja mikilvæga innviði, það er orkuverið í Svartsengi.

Útlínur garðsins miðast við hæstu punkta í landslagi. Innan þess svæðis eru, ásamt orkuverinu, ýmis fyrirtæki og ferðaþjónustuaðilar, þ.á.m. Bláa lónið og önnur hótel.

Það er ekki gert ráð fyrir að þau fyrirtæki sem starfi innan garðsins taki þátt í kostnaði hans enda er tilgangur varnargarðsins fyrst og fremst að verja orkuverið og gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja íbúum á Suðurnesjum heitt vatn og rafmagn.“

Samkvæmt frumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi stendur til að leggja á landsmenn svokallað forvarnargjald til þriggja ára. Verður gjaldið innheimt af öllum brunatryggðum húseignum. Gjaldið mun renna í ríkissjóð til að standa undir kostnaði við fyrirbyggjandi framkvæmdir vegna aukinnar eldvirkni og vaxandi hættu á vatnsflóðum. Gjaldið mun nema um 8 þúsund krónum á ári fyrir húseign sem er með brunabótamat upp á 100 milljónir.

Vilhjálmur Birgisson sagði í dag að það væri sérstakt að setja sérstakan skatt á öll heimili næstu 3 árin til að fjármagna þessa varnargarða, án þess að þau fyrirtæki sem njóti góðs af taki nokkurn þátt.

Eyjan sendi fyrirspurn á dómsmálaráðherra vegna ofangreinds eftir ábendingu frá lesanda. Ábendingin var eftirfarandi:

„Ég er að spá hvort það sé einhver lífsnauðsyn að teygja varnargarðana út fyrir byggingar Bláa lónsins. Mér þætt a.m.k. ekki óeðlilegt að þeir myndu leggja fram myndarlega fjárhæð. Það á að skattleggja alla fasteignaeigendur fyrir þessari framkvæmd. Mér þætti ekki óeðlilegt að spyrja hvort þessi tvö einkafyrirtæki eigi ekki að borga eitthvað í framkvæmdinni.“

Eyjan fagnar öllum ábendingum frá lesendum sem eru hvattir til að hafa samband. Senda má fréttaskot eða tölvupóst á ritstjorn@dv.is. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“