fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Birgir: Meirihluti hælisleitenda ekki í neyð – Kostnaður hefur hundraðfaldast

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. maí 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að meirihluti þeirra sem sækja um hæli hér á landi sé ekki í neyð og er synjað um vernd. Engu að síður fá þeir greitt fyrir að fara aftur til síns heima, flug og sérstaka peningagreiðslu.

„Það er ekki eðlilegt að brottfararstyrkir geti numið allt að tvöföldum árslaunum í löndum á borð við Venesúela,“ segir Birgir í samtali við Morgunblaðið í dag.

Í umfjölluninni er vísað í svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn hans um kostnað vegna brottfarar hælisleitenda á árunum 2018 til 2023. Í svarinu kemur fram að í fyrra hafi fjárhæðin numið tæpum 78 milljónum króna en var 760 þúsund krónur árið 2022. Jókst hann því hundraðfalt á milli ára.

 „Þetta er farið að snúast upp í andhverfu sína og maður spyr sig hvort brottfararstyrkir séu farnir að virka hvetjandi til að koma til landsins,“ segir Birgir við Morgunblaðið og kveðst binda vonir við að sjá fækkun hælisleitenda þegar nýtt útlendingafrumvarp verður að lögum.

Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að árið 2023 hafi 493 einstaklingar fengið fjárhagslega aðstoð við heimför, en árið 2022 voru þeir 66 og 14 árið 2022.

Birgir segir við Morgunblaðið að mikilvægt sé að þessar upplýsingar komi fram, enda ljóst að kostnaður vegna brottfarar hælisleitenda frá landinu er mikill og hefur aukist.

„Ég veit til þess að í evrópsku samhengi erum við að greiða háa styrki. Hvort sem hælisleitendur eru að koma eða fara frá landinu, þá þurfa skattgreiðendur að borga. Þetta er orðið allt of dýrt kerfi og var ekki hannað með þetta í huga í upphafi,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt