fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Eyjan

Allt í hnút varðandi byggingu Kárnesskóla – Ásakanir um vanefndir á báða bóga og verktakinn vill bætur

Eyjan
Miðvikudaginn 10. maí 2023 10:46

Nýr Kársnesskóli Mynd/Batteríið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórn Kópavogs hefur tekið ákvörðun um að rifta verksamningi við ítalska verktakafyrirtækið Rizzani de Eccher vegna byggingar nýs Kársnesskóla, en meirihlutinn í bæjarstjórn samþykkti riftunina á fundi sínum í gær.

Morgunblaðið greindi frá málinu  en samkvæmt heimildum miðilsins hafi myglusveppur greinst í ókláraðri byggingunni, og nýir gluggar lekir. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, sagðist ekki geta tjáð sig um smáatriði málsins en að upp hefðu komið gallar á unnu verki verktakans og fullnægjandi úrbótum hafi ekki verið sinnt þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir þar um.

Bygging nýs Kársnesskóla hófst í kjölfar þess að eldri bygging við Skólagerði var rýmd vegna rakaskemmda og myglu en húsið var dæmt ónýtt og rifið í byrjun árs 2019. Niður­stöður útboðs um nýju bygg­ingu skól­ans voru kynnt­ar í fe­brú­ar árið 2021 en þar átti áðurnefnt verktakafyrirtæki naumlega lægsta boð, 3,2 milljarða, á undan Ístaki og Íslenskum aðalverktökum sem buðu 3,24 og 3,28 milljarða í bygginguna. Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á 3,7 milljarða.

Bæjarfulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í minnihluta bæjarstjórnar mótmæltu riftuninni. Í bókun sem þau lögðu fram á fundinum í gær segir:

„Riftun getur haft í för með sér umtalsverða röskun á byggingu nýs Kársnesskóla. Bæði geta orðið tafir á verkinu auk þess sem kostnaður mun að öllum líkindum aukast, enda er líklegt að dýrara sé að fá aðra verktaka til verksins. Þá hafa verktakaskipti almennt neikvæð áhrif á ábyrgð á gæðum verksins, sem verður óskýrari eftir því sem fleiri koma að því. Verktaki hefur í samskiptum sínum við Kópavogsbæ haldið fram vanefndum bæjarins og gert kröfu um framlengingu á verktíma og bætur vegna þess. Undirritaðar telja mikilvægt að leita allra leiða til að ná samningum við núverandi verktaka um að ljúka verkinu.“ 

Fulltrúar Samfylkingar og Pírata sátu hjá en fulltrúi Viðreisnar hafnaði tillögunni um riftun.

Á vettvangi bæjarráðs Kópavogs var bókað um málið að mikilvægt væri að bregðast við „alvarlegri stöðu sem upp er komin í framkvæmd nýs Kársnesskóla“. Ekki verði lengur unað við alvarlegar og viðvarandi vanefndir aðalverktaka og hafi ítrekaðar áskoranir um að koma verkinu á réttan kjöl ekki borið árangur og færu vonir um að verkið yrði klárað með fullnægjandi hætti þverrandi. Því væri óhjákvæmilegt að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að koma verkinu í horf.

Þeir sem samþykktu riftun í bæjarstjórn gerðu bókun á móti bókun fulltrúa Samfylkingar, sem er sambærileg að efni til og bókun sem gerð var í bæjarráði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“