fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Björn Leví: „Það ætti að hringja öll­um viðvör­un­ar­bjöll­um“

Eyjan
Föstudaginn 20. janúar 2023 17:00

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag vekur Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, athygli á því hve algengt það er  fólk sé skipað í embætti án þess að starfið sé auglýst. Í samantekt forsætisráðuneytisins frá því í fyrra kom fram að um 20% af embættisskipunum á árunum 2009-2022 hafi verið án auglýsingar.

„Nú er vissu­lega gefið svig­rúm í lög­um til þess að færa fólk til í starfi án aug­lýs­ing­ar – en um­sagn­ir og álit um þær laga­breyt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir því að sam­bæri­legt starf yrði þá laust á sama tíma og yrði þá aug­lýst: að eft­ir sem áður yrðu jafn­marg­ar stöður alltaf aug­lýst­ar,“ segir í greininni.

Björn segir þessi rök hljóma skynsamlega en skoða þurfi hvernig umrædd heimild sé notuð. Hann tekur dæmi um tvo ríkisstarfsmenn, annars vegar embættismann sem skipaður var í stöðu án auglýsingar í síðustu viku og hins vegar þjóðminjavörð sem skipaður var í það starf um árið, án auglýsingar.

„Í þess­um tveim­ur ný­legu til­vik­um er um stöðuhækk­un að ræða, svo strangt til tekið er ekki verið að flytja fólk til í starfi. Það er verið að veita fólki stöðuhækk­un og aug­lýs­ing­in sem kem­ur í kjöl­farið er vegna ann­ars kon­ar starfs en þess sem hefði átt að aug­lýsa.“

„Góð vís­bend­ing um að það sé eitt­hvað mikið að í ís­lensk­um stjórn­mál­um“

Björn minnist þá þess þegar hann mætti í kosningaumræðuþátt á Stöð 2 þar sem hann var spurður út í þann orðróm að fólk annars staðar í stjórnmálunum hefði áhyggjur af því að fara í ríkisstjórn með Pírötum, því flokkurinn hefur „svo mikil prinsipp.“

„Að ef það kæmi upp eitt­hvað prinsipp­mál þá mynd­um við segja okk­ur úr rík­is­stjórn eft­ir nokkra sól­ar­hringa.

Þetta er mjög áhuga­verð spurn­ing, því stjórn­mál hljóta að snú­ast um prinsipp. En við erum kannski orðin svo vön því að stjórn­mála­menn selji sálu sína á alt­ari valds­ins að við ein­fald­lega bú­umst ekki við nein­um prinsipp­um.“

Björn segir fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmi Gunnarsson, hafa orðað þetta eftirminnilega í kjölfar hrunsins:

„Ég er bú­inn að fylgj­ast með þessu þjóðfé­lagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfé­lag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru eng­in prinsipp, það eru eng­ar hug­sjón­ir, það er ekki neitt. Það er bara tæki­færis­mennska, valda­bar­átta.“

Björn svaraði spurningunni þó á annan veg:

„Við erum bara að krefjast fag­legra vinnu­bragða. Við sjá­um póli­tísk­ar ráðning­ar sem við sætt­um okk­ur ekki við. Það eru nú ekki mikl­ar kröf­ur að gera til stjórn­mál­anna, að vinna fag­lega. Okk­ur finnst það rosa­lega litl­ar kröf­ur. Sjálf­sagðar kröf­ur.“

Björn segir að Píratar hlaupist ekki undan ábyrgð, flokkurinn krefjist ábyrgðar. Honum finnst endurteknar stöðuhækkanir án auglýsingar ekki vera fagleg vinnubrögð.

„Við eig­um að geta gert bet­ur og þurf­um að gera kröfu um að stjórn­mála­menn geri bet­ur. Það ætti að hringja öll­um viðvör­un­ar­bjöll­um þegar stjórn­mála­flokk­ar treysta sér ekki til sam­starfs við flokk sem ger­ir ein­fald­ar kröf­ur um fag­leg vinnu­brögð.

Það er góð vís­bend­ing um að það sé eitt­hvað mikið að í ís­lensk­um stjórn­mál­um – „tæki­færis­mennska, valda­bar­átta.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn