Skoðanapistill í Viðskiptablaðinu hefur vakið töluverða athygli, einkum vegna þeirrar fyrirsagnar sem upphaflega var notuð – en henni hefur nú verið breytt.
Um er að ræða nafnlausa pistilinn Tý en að þessu sinni fjallaði hann um formann Samfylkingarinnar, Kristrúnu Frostadóttur. Bar pistillinn upphaflega fyrirsögnina „ótímabært sáðlát“ sem mörgum þótti ósmekklegt.
Fjallar pistillinn um nýlega fylgisaukningu Samfylkingarinnar og hvort jafnaðarmenn séu ekki að fagna henni of snemma þar sem enn sé langt í næstu kosningar.
Nú hefur fyrirsögninni verið breytt í „ótímabær fögnuður“.
Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt pistilinn er Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóra Heimildarinnar.
„Litlir kallar að gera það sem litlir kallar gera. Skíta upp á bak og vona að skíturinn hverfi vegna þess að þeir láta eins og sé ekki þarna. En lyktina finna allir. Ágætt að þessi vettvangur minnstu nafnlausu kallanna opinberi sig aftur og aftur og aftur fyrir það sem hann er.“
Litlir kallar að gera það sem litlir kallar gera. Skíta upp á bak og vona að skíturinn hverfi vegna þess að þeir láta eins og sé ekki þarna. En lyktina finna allir. Ágætt að þessi vettvangur minnstu nafnlausu kallanna opinberi sig aftur og aftur og aftur fyrir það sem hann er. pic.twitter.com/UY8ZdymwAH
— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) January 16, 2023
Inn á Facebook-hóp Fjölmiðlanörda, var einnig vakin athygli á pistlinum og bent á að líklega myndi enginn skrifa með þessum hætti um karlmann í stjórnmálum.
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg, skrifar á Facebook að það sé ekkert annað en sorglegt að fylgjast með Viðskiptablaðinu reyna að gera lítið úr Kristrúnu Frostadóttur.
„Þessi fyrirsögn og froðan sem fylgir með er hins vegar algjörlega til skammar fyrir alla sem að henni koma og þeim til minnkunar. Til hamingju Viðskiptablaðið með að hafa náð nýjum botni“
Fleiri hafa gagnrýnt þessi skrif og kallað þau lágkúru, kvenfyrirlitningu og ömurð.
hvað er aaaaaaaað hjá viðskiptablaðinuhttps://t.co/HjNCER7Mn8
— Steinunn Bragadóttir (@steinunnbragad) January 16, 2023
Hva, af hverju var verið að breyta fyrirsögninni milli daga? Er þetta ekki sama orðið? Hver man ekki eftir jólaguðspjallinu:
Og engill Drottins stóð hjá þeim og sagði:
„Verið óhræddir, því, sjá, ég boða yður mikið sáðlát sem veitast mun öllum lýðnum" pic.twitter.com/ZpiADMOaUA— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) January 17, 2023
"Hey strákar, ég er með akúrat réttu myndlíkinguna fyrir vinsældir Kristrúnar. Þetta er svona eins og ótímabært sáðlát. Hafiði ekki lent í því? Allavega, það verður þá nafnlausi pistillinn minn þessa vikuna, um ótímabært sáðlát." https://t.co/eC24NxwkXp
— Hllgrmr Odssn (@hallgrimuro) January 16, 2023
Afhverju held ég alltaf að við séum alveg að ná þessu jafnréttisdæmi. Svo heldur ÍBV áfram að hata konur og bættu rasisma við og Viðskiptablaðið að vera next level ósmekklegt og hostile gegn konum.
— Sigrun Skafta 🇵🇸 (@sigrunskafta) January 17, 2023
Ógeðsleg fyrirsögn & því miður afhjúpandi fyrir djúpstæða kvenfyrirlitningu hjá ritstjórn @Vidskiptabladid sem hefur haft allan dag til að biðjast afsökunar á orðunum en ekki gert.
Það er ástæða fyrir því að margar konur veigra sér við að fara í pólitík & þetta er hluti vandans. pic.twitter.com/AmL3ykjW7Y
— Ragna Sigurðardóttir (@ragnasig) January 16, 2023
Úff nýr lágpunktur hjá Viðskiptablaðinu pic.twitter.com/peSkfUD819
— Ríkey Thoroddsen (@RikeyThor) January 15, 2023
Verðlaun fyrir mestu ömurð á internetinu þessi misserin fær @Vidskiptabladid þeim tekst að slá öll met í lágkúru. pic.twitter.com/qVp2LHtYIW
— Elmar Torfason (@elmarinn) January 16, 2023