fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Stóra undirskriftamálinu vísað til héraðssaksóknara – „Þetta er bara orð á móti orði“

Eyjan
Miðvikudaginn 11. maí 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Bryndís Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að orð standi gegn orði varðandi meinta undirskrift Birgittu Jónsdóttur á framboðsgögnum E-listans, sem heitir réttu nafni Reykjavík; besta borgin. Yfirkjörstjórn hafi vísað málinu til héraðssaksóknara en ekki sé unnt að fjarlægja nafn Birgittu af atkvæðaseðlum. 

Yfirkjörstjórn fundaði með málsaðilum í hádeginu þar sem farið var yfir málið. Eva Bryndís segir að í kjölfar fundar hafi verið ákveðið að vísa málinu til héraðsaksóknara. Ekki er þó hægt að fjarlægja nafn Birgittu af atkvæðaseðlum þar sem yfirkjörstjórn þarf að hafa seðlana tilbúna sjö dögum fyrir kjördag. Þeim verði því ekki breytt úr þessu.

Eva segir umboðsmenn E-listans ekki kannast við að fölsun hafi átt sér stað en þeir muni rannsaka málið. Birgitta standi við það að þetta sé ekki hennar undirskrift. „Þetta er bara orð á móti orði,“ sagði Eva svo að lokum.

Birgitta hefur greint frá því að hún hafi skrifað undir meðmælendalista fyrir flokkinn í vetur. Hélt hún fyrst að um misskilning vegna þess væri að ræða. Skjalið sem inniheldur undirskrift hennar sem frambjóðanda hafi hún þó aldrei undirritað.

E-listinn sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kemur fram að framboðið telji sig ekki vera í aðstöðu til að meta fullyrðingu Birgittu um fölsun og sé nú rannsókn hafin innan flokksins á meðferð gagna sem skilað var til yfirkjörstjórnar í apríl. Framboðið segist harma umræðuna um undirskriftina og segja óánægju Birgittu hafa komið þeim á óvart.

Birgitta skrifaði um málið í gær á Facebook-síðu sinni. Þar segir:

„Skil ekki hvað þeim gengur til að gangast ekki við þess. Það er svo augljóst að þetta er ekki undirskrift mín á þessu skjali. Það er ekki mikið mál fyrir sérfræðing í rithönd að skera úr um það. Ömurlegt í alla staði og ég hefði með sanni vonast til að um handvömm hefði verið að ræða en með þessari frétt má sjá að um einbeittan brotavilja er um að ræða. Dapurlegt. Hefði aldrei trúað þessu upp á þá félaga. Hélt að þetta væru vandaðir menn.“

Með færslunni vísar Birgitta til fréttar RÚV af málinu þar sem frambjóðandi E-listans sagði flokkinn hafa verið í góðri trú og viðraði þann möguleika að undirskriftin væri ekki fölsuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“