fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Dísir berjast á viðrisnum banaspjótum

Eyjan
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmislegt bendir til þess að gjá hafi myndast milli þingflokks Viðreisnar og borgarstjórnarflokks þess sama. Þetta herma áreiðanlegar heimildir Orðsins. Segja viðmælendur sem til þekkja að það sama megi segja um samskipti borgarstjórnarflokksins við annað forystu- og áhrifafólk innan Viðreisnar á kjörtímabilinu.

Er því jafnan haldið fram að talsamband milli borgarstjórnarfulltrúanna Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur og Pawels Bartoszek annars vegar og umrædds áhrifafólks í flokknum hafi minnkað eftir því sem kjörtímabilið hefur liðið.

Of traustir fylgjendur Dags

Þykir sumu Viðreisnarfólki sem borgarfulltrúar flokksins hafi orðið „samdauna“ vinstri meirihlutanum í borginni undir stjórn Dags B. Eggertssonar. Þá hafa aðrir haft á því orð þeir séu orðnir langþreyttir á að horfa á Þórdísi Lóu og Pawel svara fyrir meirihlutann í erfiðum málum opinberlega, jafnvel þegar langsótt hafi þótt að skella sök á Viðreisn. Ráku margir til að mynda upp stór augu þegar Þórdís Lóa tók upp hanskann fyrir meirihlutanum fyrir framan myndavélarnar í Braggamálinu svokallaða. Mál sem hafði ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með Viðreisn.

Einn gárunginn sem rak á fjörur Orðsins líkti þessu uppátæki Þórdísar við það að Viðreisn kæmi inn í ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar á næsta kjörtímabili og fengi það sem fyrsta verkefni að verja dómaraskipan Sigríðar Andersen í Landsrétt á þar síðasta kjörtímabili.

Enn aðrir bentu á að borgarstjórnarflokkurinn hafi ekki þegið ábendingar nema við illan leik og afþakkað leiðsögn með öllu nema frá liðsmönnum samstarfsflokka þeirra í meirihlutanum, og þá helst Degi sjálfum.

Segja þeir sem rætt hafa við Orðið og þekkja til innri gangi flokksins að óánægjan sé nú orðin slík að hún verði ekki falin lengur. Sér í lagi í ljósi mótframboðs sem Þórdísi Lóu barst frá nöfnu sinni Þórdísi Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra, í vikunni. Það gefur mögulega einhverjar vísbendingar um áðurnefnda gjá að framkvæmdastjórinn er náin vinkona Hönnu Katrínar, alþingsmanni Viðreisnar.

Viðvörunarskot guðföðurs

Þá skrifaði Benedikt Jóhannesson, stofnandi og guðfaðir Viðreisnar, einkar áhugaverðan pistil fyrir fáeinum dögum síðan. Sagði hann að mikil brekka væri framundan í meirihlutasamstarfinu og að stór mál hefðu ekki verið kláruð á kjörtímabilinu. Segja þeir sem til þekkja pistil Benedikts vera viðvörunarskot á kollega sína í borginni, sem honum þykir bersýnilega ekki hafa staðið sig nægilega vel í að koma stefnumálum Viðreisnar á framfæri í fjögurraflokkasamsteypustjórninni í borginni.

Benedikt tók það þó skýrt fram að hann væri ekki á leið í slaginn þrátt fyrir að „margir,“ hafi komið „að máli við sig.“. „Þetta er auðvitað skemmtilegt fyrir mig. Í pólitík þýðir ,,margir“ fleiri en tveir,“ skrifar Benedikt. „En þó að ég hafi áhuga á borgarmálum eins og borgarbúar margir, þá get ég alveg viðurkennt að ég hef ekki áhuga á því að sitja sem almennur borgarfulltrúi. Það er borgarstjóri, að minnsta kosti röggsamur borgarstjóri, sem getur sett mark sitt á framtíðina. Almennt talað hef ég samt haft miklu meiri áhuga á þjóðmálum en borgarmálefnum.“

Pistill Benedikts

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega