fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Eyjan

Ekki lengur ásættanlegt plan að bíða og sjá hvað setur segir Elín Hirst

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 07:55

Elín Hirst. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru tvö ár liðin frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á og enn herjar hann. Um þessar mundir eru flestir vinnustaðir tómir, fólk er annað hvort heima í sóttkví eða einangrun, sjálft eða með börnin sín.

Svona hefst leiðari Fréttablaðsins í dag en hann skrifaði Elín Hirst. Hún bendir á að sumum fyrirtækjum hafi verið gert að loka samkvæmt sóttvarnaaðgerðum en sem betur fer hafi ríkissjóður getu til að hlaupa undir bagga en það hafi hann ekki endalaust.

„Ef þjóðfélagið heldur áfram að hálflamast hvað eftir annað vegna Covid mun það hafa alvarlegri og djúpstæðari áhrif. Eftir tveggja ára nánast linnulausa baráttu við að halda þjóðfélaginu gangandi þrátt fyrir Covid, er farið að reyna á þolrifin. Þríeykið góða er þó óþreytandi í að telja kjark í þjóðina. Stöndum saman, gætum að persónulegum sóttvörnum, gerum allt sem við getum til að forðast óværuna! En atvinnulífið er hart keyrt, skólakerfið sömuleiðis, svo ekki sé talað um heilbrigðiskerfið,“ segir Elín.

Hún bendir síðan á að í lyfjageiranum sé fólki orðið ljóst að bóluefnin, sem hafa verið þróuð fram að þessu, dugi ekki til frambúðar þrátt fyrir örvunarskammta því ný afbrigði komi stöðugt fram og áhrif bóluefnanna dvíni með tímanum. Það þurfi því ný bóluefni með aðra eiginleika til að glíma við veiruna. „Gömlu bóluefnin draga þó mikið úr veikindum, sem betur fer, en ný afbrigði gætu komið fram sem hegða sér öðruvísi. Auðvitað óskum við þess heitt að veiran veiklist og deyi út,“ segir hún.

Því næst víkur hún að framtíðarstefnunni: „En hver á framtíðarstefna að vera ef veiran lætur ekki undan? Hvernig eigum við að haga lífi okkar til þess að sem minnstur skaði verði á gangverki samfélagsins, á líkamlegri og andlegri heilsu, á börnum okkar og ungmennum sem nú fara á mis við marga hluti, til dæmis félagslíf sem þótt hefur sjálfsagt öllu ungu fólki til að þroskast og dafna, svo fátt eitt sé talið. Það þarf að skoða stöðuna alveg upp á nýtt, með langtímasjónarmið í huga. Vísindamenn, læknar og hjúkrunarfólk, stjórnmálamenn, forystumenn í atvinnulífinu og skólamálum verða að setjast niður strax og hefja samtal og búa til áætlun þar sem horft er lengra en tvær til þrjá vikur fram í tímann. Áætlun sem gerir ráð fyrir hinum ýmsu sviðsmyndum að framtíð með Covid. Aðgerðaáætlun um hvernig við komum í veg fyrir meira tjón á samfélagi okkar þegar til lengri tíma er litið. Að bíða og sjá hvað setur er ekki ásættanlegt plan lengur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur Ernir

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur Ernir
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Talið öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni

Talið öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins