fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Eyjan

Ræða Þorbjargar á Alþingi vekur athygli og furðu – Hvatti fólk til að „ferðast í svefnherberginu“ og eignast börn

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 16:30

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Aðsend mynd/Golli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, hefur áhyggjur af lækkandi fæðingartíðni hér á landi. Þorbjörg ræddi um þessa lækkandi tíðni í ræðu sinni á Alþingi í dag en þar vitnaði hún til að mynda í nýársávarp forsætisráðherra Noregs, Ernu Solberg. „Hún sagði að hún þyrfti sennilega ekki að útskýra hvernig þetta sé gert né ætlaði hún að gefa beina skipanir en henni var alvara því Norðmönnum fjölgar ekki nægilega,“ sagði Þorbjörg í ræðu sinni.

Þorbjörg segir að áhyggjuefni Ernu hafi verið velferðarsamfélagið, það standi ekki undir sér ef fólk hættir að eignast börn. „Kappsmál stjórnvalda á þess vegna að vera að stuðla að frekari barneignum og þess vegna er það beinlínis í hag okkar að reka fjölskylduvæna pólitík. Við þurfum nefnilega fleiri vinnandi hendur til lengri tíma litið og fleiri lítil börn munu til lengri tíma litið beinlínis bæta lífskjör okkar allra. Við eigum þess vegna að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða og hvetja hana til að leggjast undir feld.“

Í kjölfarið hvatti Þorbjörg landsmenn til að „ferðast í svefnherberginu“ á meðan þeir ferðast innanhúss og innanlands í sumar. „Ömmum okkar öfum tókst að fjölga sér um 200.000 á tíu árum og með þetta í huga og það í huga að verja velferðina og efnahaginn með fleiri börnum ættum við líka að hlusta á Ernu, fyrir land, og þjóð, og fyrir ríkiskassann.“

„Hvað svo?

Ljóst er að ræða Þorbjargar féll ekki beinustu leið í kramið hjá öllum en mikil umræða hefur verið um orð hennar meðal Íslendinga á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Þar er Þorbjörg til að mynda gagnrýnd fyrir að skella skuldinni um lækkandi fæðingartíðna á einstaklinga. „Fæðingartíðni er kerfislægt atriði sem verður ekki stillt af svo auðveldlega með hvatningum til fólks um að vera bara duglegra að fjölga sér. Það væri kannski ráð að huga frekar að því sem stjórnvöld geta gert en að færa ábyrgðina á einstaklingana,“ sagði Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, á Twitter-síðu sinni um málið.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingframbjóðandi Samfylkingarinnar, bendir á aðra lausn við hættunni sem getur skapast með lækkandi fæðingartíðni. „Eða kannski koma á alvöru norrænu barnabótakerfi á Íslandi sem er ekki bara ölmusa til þeirra allra tekjulægstu?“ segir Jóhann á Twitter.

Óskar nokkur er á meðal þeirra Íslendinga sem tjá sig um málið á Twitter en hann bendir á að það sé hægara sagt en gert að eignast fleiri börn hér á landi. „Hvað svo? Fæðingarorlofið dekkar ekki fram að leikskóla, það er basically ekki hægt að kaupa húsnæði með meira en 3 svefnherbergjum í Reykjavík, fólk er að brenna út við að eignast börn í námi á meðan að þau ættu að vera að safna upp í íbúð,“ segir hann.

Sammála gagnrýninni og segir að stjórnvöld þurfi að skoða málið

DV ræddi við Þorbjörgu um ræðuna og þessa gagnrýni. „Verandi sjálf mamma þriggja dætra þá eru þetta tvær hliðar á sama peningi þegar maður fer að skoða það hvað veldur því að fólk velur að eignast færri börn. Er það ekki einhver spegill á það að við sem samfélag ekki með nógu barnvænt samfélag, barnvæna pólitík, fjölskyldupólitík sem leiðir til þessa,“ segir Þorbjörg í samtali við blaðamann um gagnrýnina en hún tekur undir með fólki að það sé ekki nógu auðvelt að eignast börn hér á landi, það sé eitthvað sem stjórnvöld þurfi að skoða.

„Hvers vegna erum við í þeirri stöðu að þetta er að gerast? Hvers vegna er ungt fólk að fara seinna af stað þegar kemur að barneignum og hvers vegna er það að eignast færri börn? Einhver er ástæðan og hún er mögulega sú, ég held að minnsta kosti sú að þetta sé stór hluti skýringarinnar, að stjórnvöld standa sig ekki næginlega vel í því að gera ungum foreldrum þetta kleift.“

Um vitnunina í Ernu segir Þorbjörg að sér hafi fundist það fyndið að hún hafi talað um þetta í nýársávarpinu sínu „Mér fannst hún gera þetta á svolítið fyndinn hátt, að hún gerði nú ráð fyrir því að fólk vissi hvernig þetta væri gert. Hún var ekki að gefa neinar skipanir, hún var bara að benda á tölulegar staðreyndir,“ segir Þorbjörg. „Það er auðvitað þannig að velferðarsamfélag er þannig upp byggt að þeir sem að vinna eru að skapa tekjurnar til að halda uppi ákveðinni velferðarpólitík fyrir elstu og yngstu kynslóðina, allt helst þetta í hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur bar félag sitt saman við Eflingu og fleiri – Betri kjör í öllum liðum

Vilhjálmur bar félag sitt saman við Eflingu og fleiri – Betri kjör í öllum liðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ísland hefur enn ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum

Ísland hefur enn ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór sagði sig úr Dómarafélaginu – Ósáttur við siðareglur félagsins

Arnar Þór sagði sig úr Dómarafélaginu – Ósáttur við siðareglur félagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svarar Mogganum fullum hálsi : „Fimmtíu milljarða skattahækkun“

Svarar Mogganum fullum hálsi : „Fimmtíu milljarða skattahækkun“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Vondir embættismenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Mikil óvissa í efnahagslífinu – Hvað gerist í sumar?

Mikil óvissa í efnahagslífinu – Hvað gerist í sumar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur segir áhyggjufulla foreldra hafa komið til sín með bréf frá Reykjavíkurborg – „Viðbrögð þeirra eru skiljanleg“

Ólafur segir áhyggjufulla foreldra hafa komið til sín með bréf frá Reykjavíkurborg – „Viðbrögð þeirra eru skiljanleg“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Milljarðaplan ríkisstjórnarinnar kynnt – „Við erum að komast í gegnum þetta“ segir Ásmundur

Milljarðaplan ríkisstjórnarinnar kynnt – „Við erum að komast í gegnum þetta“ segir Ásmundur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Smáhýsin í Gufunesi kostuðu 33 milljónir hvert

Smáhýsin í Gufunesi kostuðu 33 milljónir hvert