fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Lögfræðingar spyrja hvort Covid einangraðir kunni að eiga kröfu á ríkið – Einkennalausir nýta veikindarétt í einangrun

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 14. september 2021 12:51

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingar sem nýtt hafa uppsafnaðan veikindarétt í einangrun vegna Covid-19 smits kunna að eiga kröfu á ríkissjóð. Sömuleiðis kunna fyrirtæki sem hafa viljað taka við vinnuframlagi starfsmanns sem sætt hefur einangrun en ekki mátt það vegna fyrirmæla yfirvalda, að eiga kröfu á ríkissjóð. Þetta kemur fram í aðsendri grein lögfræðinga á lögmannsstofunni Logos í Viðskiptablaðinu.

Halldór Brynjar Halldórsson lögmaður og Jóna Vestfjörð Hannesdóttir lögfræðingur skrifa greinina. Þar rekja þau muninn á sóttkví og einangrun og benda á að heilbrigðisyfirvöld hafa heimild til þess að skylda fólk til þess að sæta sóttkví og að ríkið greiði fólki laun, samkvæmt lögum þar um, á meðan það sætir sóttkví. Greiðslan er réttlætt með þeim rökum að beiting skyldusóttkvíar felur í sér mikið inngrip í persónulegt líf einstaklinga og orsakar oftar en ekki tekjutap þeirra sem í hlut eiga.

Þá vekja þau Halldór og Jóna athygli á því að fólki sem greinist með Covid-19 og þarf að sæta einangrun eftir fyrirmælum hins opinbera stendur ekki til boða að fá greidd laun frá hinu opinbera eins og þeir sem sæta sóttkví. Þau skrifa:

Veikindaréttindi launþega felast í því að með vinnu ávinnur launþegi sér rétt til launa í forföllum vegna eigin veikinda eða barna sinna. Starfsmaður sem verður óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss á þannig rétt á launum frá vinnuveitanda sínum í tiltekinn tíma. Í kjarasamningum er þannig kveðið á um tiltekin skilyrði fyrir því að starfsmaður eigi rétt á launum frá vinnuveitanda í veikindafjarvistum. Eitt skilyrðanna er óvinnufærni starfsmanns. Í 8. gr. laga nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla segir einnig að starfsmanni beri að sanna, óski atvinnurekandi þess, að hann hafi verið óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss, sé veikindaréttur nýttur.

Þá minna þau lesendur á að veikindaréttur er bundinn við það að viðkomandi starfsmaður sé með öllu óvinnufær. Þetta geti ekki átt við um alla einstaklinga sem sæta þurfa einangrun, segja Halldór og Jóna, enda séu 97% Covid smitaðra á Íslandi í dag einkennalítil eða einkennalaus og uppfylla þannig ekki skilyrði kjarasamninga um töku veikindaréttar hjá vinnuveitanda.

„Þrátt fyrir þetta takmarkast greiðsluþátttaka ríkisins á launum vegna sóttvarnaraðgerða enn við sóttkví. Smituðum einstaklingum sem þurfa að sæta einangrun er þannig nauðugur sá kostur að ganga á áunninn veikindarétt sinn, jafnvel þótt einkennalausir og vinnufærir séu,“ skrifa þau þá jafnframt. Og þau halda áfram:

Með öðrum orðum nýtur einkennalítill eða einkennalaus einstaklingur með staðfest smit ekki sömu réttinda og einstaklingur í sóttkví. Einstaklingur í einangrun þarf að sæta því að áunnin veikindaréttindi séu nýtt á meðan á einangrunartíma stendur, þrátt fyrir að vera að fullu vinnufær. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að komi til alvarlegra veikinda síðar hjá sama einstaklingi mun hann búa við skertan veikindarétti og mögulegt tekjutap.

Taka þau fram að ekki sé sett spurningarmerki við að smitaðir einstaklingar séu settir í einangrun, enda kann slíkt vel að réttlætast af heildarhagsmunum, þ.e. smithættu yfir í viðkvæmari hópa.

Hins vegar verður að setja stórt spurningarmerki við það að einkennalausum og vinnufærum einstaklingi, sem vill sinna sínu starfi þótt smitaður sé, en getur það ekki vegna fyrirmæla yfirvalda, sé gert að eyða áunnum veikindarétti sínum. Það er einfaldlega ekki í samræmi við skilgreiningu laga og kjarasamninga á hugtakinu óvinnufærni, sem er forsenda nýtingar veikindaréttar.

Að mati höfunda má færa fyrir því sterk rök að starfsmaður í slíkum aðstæðum kunni að eiga kröfu á ríkissjóð vegna tapaðra launatekna eða eftir atvikum skerts veikindaréttar. Að sama skapi kann atvinnurekandi sem vill taka við vinnuframlagi starfsmanns við slíkar aðstæður, en getur það ekki vegna fyrirmæla yfirvalda, jafnframt að eiga slíka kröfu.

Grein Halldórs og Jónu má lesa hér í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt