fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Hildur vill opna eina sundlaug í Reykjavík fyrir bólusetta eldri borgara – „Tímabært að huga að opnara og frjálsara samfélagi“

Heimir Hannesson
Laugardaginn 10. apríl 2021 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir tímabært að slaka á algjöru banni við opnun sundlauga í Reykjavík vegna Covid-19 faraldursins. Þetta kemur fram í Facebook færslu Hildar nú í morgun og lítur hún þá einna helst til eldri borgara og annarra þeirra sem þurft hafa að halda sig sérstaklega mikið til hlés vegna Covid-19 faraldursins undanfarið ár.

„Sundlaugar Reykjavíkur eru mikilvægur liður í hversdagslegri rútínu fjölmargra borgarbúa. Ekki síst eldri borgara sem reiða sig margir á sundlaugar fyrir hreyfingu, virkni og félagsskap,“ skrifar Hildur á Facebook. Hún skrifar áfram:

Nú þegar stór hluti eldri borgara hefur verið bólusettur við COVID-19 þætti mér eðlilegt að Reykjavíkurborg leitaði heimilda til að opna minnst eina sundlaug (helst fleiri) sem aðgengileg yrði bólusettum. Opnunartíma mætti takmarka við nokkrar klukkustundir fyrir hádegi, alla virka daga.

Þá segir Hildur það mikilvægt að leita allra skynsamlegra leiða til þess að draga úr neikvæðum áhrifum sóttvarnaraðgerða á líf almennings. „Hér hefur gengið vel í baráttunni við veiruna og tímabært að huga að opnara og frjálsara samfélagi,“ skrifar hún að lokum.

Gagnrýni á íþrótta- og sundbann fer vaxandi

Gagnrýni á algjört bann við iðkun skipulagðra hópíþrótta og sunds hefur vaxið undanfarin misseri og þá sérstaklega bann við æfingum afreksíþrótta fólks. Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is skrifaði pistil um daginn þar sem hann gagnrýndi einmitt þetta. Sagði hann takmarkanirnar núna vera fjórða skiptið sem æfingar íþróttafélaga væru bannaðar á því rúma ári sem faraldurinn hefur geisað.

Þá hefur það verið gagnrýnt að sundlaugar skuli ekki vera opnar á meðan þúsundir flykkjast að eldgosinu á Reykjaneshrygg á hverjum degi og „sleiki þar smitkaðalinn,“ eins og einn orðaði það.

Hugmynd Hildar þegar vakið umtal og athygli

„Hugmyndin hefur fallið í frjóan jarðveg þar sem hún hefur verið rædd, en ég hef ekki rætt þetta við meirihlutann,“ segir Hildur um tillögu sína að opnun sundstaða fyrir eldri borgara í samtali við blaðamann DV.

„Það er auðvitað þannig að þessi bólusetti hópur eldri borgara og viðkvæmra er sá hópur sem hefur þurft að halda sig sérstaklega mikið til hlés undanfarið ár. Nú hefur sá hópur hins vegar verið bólusettur og maður hefði haldið að þau mættu nú fara að njóta góðs af því. Maður veit um fjölda eldri borgara sem hefur sundið í sinni daglegu rútínu,“ segir hún jafnframt. „Nú er um að gera að sæta færis og leyfa þeim að fá hluta af sínu hversdegi aftur til baka.“

Sundstaðir eru með öllu lokaðir nema hvað varðar skólasund fyrsta til tíunda bekkjar í grunnskólum landsins og gildir reglugerðin sem bannar sundið til 15. apríl.

Facebook færslu Hildar má sjá hér að neðan.

https://www.facebook.com/hildurreykjavik/posts/2939842376316185

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?