fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Eyjan

„Þessa óvenjulegu, lágkúrulegu árás Bolla Kristinssonar á Dag hef ég ákveðið að taka persónulega“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. mars 2021 10:36

Eiríkur Hjálmarsson (t.v.), Bolli Kristinsson og Dagur B. Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsauglýsingar frá aðgerðahópnum Björgum miðbænum hafa vakið mikla athygli undanfarið en þær lýsa hatrammri andstöðu við Samfylkinguna og núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Athafnamaðurinn Bolli Kristinsson, sem lengi hefur verið kenndur við tískuverslunina Sautján, er helsti forsvarsmaður samtakanna. Eitt dæmi um þessar auglýsingar er meðfylgjandi texti sem lesinn er upp í útvarp:

„Nú ætlar Samfylkingin sér stóra hluti í næstu alþingiskosningum. Er ekki nóg að horfa upp á Dag B og co eyðileggja Reykjavík? Ekki láta þau eyðileggja allt Ísland. Við kjósum ekki xS. Aldrei! Aldrei!“

Auglýsingarnar hafa vakið blendin viðbrögð og Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, deildi á þær í vikunni.

Sjá einnig: Kolbrún segir íslenska auglýsingu vera ofstækisfulla

Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa OR, er mjög misboðið yfir auglýsingaherferðinni. Eiríkur birti pistil á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann segir Dag B. Eggertsson borgarstjóra hafa setið undir persónuárásum í 15 ár. Eiríkur er mjög harðorður í garð Bolla Kristinssonar og segir:

„Þessa óvenjulegu, lágkúrulegu árás Bolla Kristinssonar á Dag hef ég ákveðið að taka persónulega. Þessi flaututrúður óvandaðs fólks, sem sumt á byssu, er ekki bara að ráðast að stjórnmálamanni sem hann er ósammála. Hann gerir árás á sómasamlega og ærlega umræðu. Minni verða menn ekki, en að beita peningunum sínum óspart til að níða niður annað fólk. Ég tek þessu þannig persónulega að í hvert sinn sem ég sé vini mína hér á FB væla málefnasnautt yfir borgarstjóranum í Reykjavík (sem nokkrir miðaldra karlhaugar gera alloft) mun ég svara þeim fullum hálsi.“

Athygli vekur að Eiríkur vísar þarna í mál Halls Gunnars Erlingssonar, fyrrverandi lögreglumanns, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skotið úr byssu á bíl borgarstjórans.

Eiríki er gífurlega misboðið við að heyra þessar auglýsingar sem hljómað hafa á öldum ljósvakans undanfarið:

„Ætli þetta séu orðin svona 15 ár?

Ég fór að hugsa þetta þegar ég var á leið heim úr vinnunni á föstudaginn og var að hlusta á Bylgjuna í bílnum. Þá heyri ég í auglýsingatímanum rödd liðlega miðaldra konu úthúða Degi borgarstjóra. Hann beri nú aldeilis ábyrgð á gráti þúsunda barna í þeim fjölskyldum sem bankagreifarnir komu á vonarvöl hér um árið.

Og greiðandi auglýsinganna er fyrrverandi eigandi tískuvöruverslana við Laugaveg og víðar.

Djöfull sárnaði mér að heyra þetta. Enn einu sinni er vaðið í manninn. Enn einu sinni tala peningarnir – fyrirgefiði – garga peningarnir á Dag: „Þjónaðu mér annars veð ég í þig.“

Eiríkur þakkar Degi fyrir heilindi í starfi borgarstjóra og hollustu við almannahagsmuni. Hann hafi ólíkt mörgum öðrum stjórnmálamönnum aldrei þjónað sérhagsmunaöflum í sínum störfum.

Ætli þetta séu orðin svona 15 ár?

Ég fór að hugsa þetta þegar ég var á leið heim úr vinnunni á föstudaginn og var að hlusta á Bylgjuna í bílnum. Þá heyri ég í auglýsingatímanum rödd liðlega miðaldra konu úthúða Degi borgarstjóra. Hann beri nú aldeilis ábyrgð á gráti þúsunda barna í þeim fjölskyldum sem bankagreifarnir komu á vonarvöl hér um árið.

Og greiðandi auglýsinganna er fyrrverandi eigandi tískuvöruverslana við Laugaveg og víðar.

Djöfull sárnaði mér að heyra þetta. Enn einu sinni er vaðið í manninn. Enn einu sinni tala peningarnir – fyrirgefiði – garga peningarnir á Dag: „Þjónaðu mér annars veð ég í þig.“

Fimmtán ár, líklega. Þau eru líklega orðin svona fimmtán árin sem Dagur B. Eggertsson, kvæntur fjögurra barna faðir í Þingholtunum, hefur mátt búa við þetta. Hann ákvað að starfa í stjórnmálum og þetta er starfsumhverfið sem sérhagsmunirnir hafa ákveðið að búa honum nánast alla tíð. Af því hann hefur látið sannfæringu sína fyrir almannahagsmunum ráða hefur aldrei verið skortur á einhverju sérhagsmunaliði í SA, SI eða öðrum í Borgartúnskórnum til að kalla eftir því að ráða öllum okkar ráðum; hér eftir eins og hingað til.

-Manst þú til þess að á Dag hafi verið borið að hann væri að hygla vinum sínum?

-Hefur þú heyrt einhverja sannfærandi sögu um það að hann hafi tekið sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni?

Fólk getur haft trú á hans framtíðarsýn – eða ekki. Fólk getur verið sammála sjónarmiðum hans um þróun borgarinnar – eða ekki. Við getum verið sammála honum um útsvarsprósentuna, flugvöllinn, Borgarlínu eða Sundabraut í göng – eða ekki. Við getum væntanlega öll – að honum meðtöldum – verið sammála um að Dagur er ekki óskeikull. Það er hið eðlilega, að við séum ekki sammála og að við erum ekki fullkomin.

Þessa óvenjulegu, lágkúrulegu árás Bolla Kristinssonar á Dag hef ég ákveðið að taka persónulega. Þessi flaututrúður óvandaðs fólks, sem sumt á byssu, er ekki bara að ráðast að stjórnmálamanni sem hann er ósammála. Hann gerir árás á sómasamlega og ærlega umræðu. Minni verða menn ekki, en að beita peningunum sínum óspart til að níða niður annað fólk. Ég tek þessu þannig persónulega að í hvert sinn sem ég sé vini mína hér á FB væla málefnasnautt yfir borgarstjóranum í Reykjavík (sem nokkrir miðaldra karlhaugar gera alloft) mun ég svara þeim fullum hálsi.

Fyrrverandi kaupmaðurinn átti sér undanfara og á sér nokkra bergmálara á Mogganum og núorðið líka í Fréttablaðinu. Viðskiptablaðið afritar-og-límir allt Borgartúnsbullið og er alveg sér á báti í þessu samhengi. Þannig getum við blaðalesarar fengið á tilfinninguna að það sé allt í voða í borginni. Sú tilfinning er samt ekki útbreiddari en svo að borgarstjórinn í Reykjavík nýtur trausts langt út fyrir raðir Samfylkingarfólks og nú er staðan sú að sá meirihluti sem hann leiðir er að bæta við sig.

Að teknu tilliti til um fimmtán ára rógs og nýjustu lágkúru Bolla í sautján finnst mér sérstök ástæða til að þakka Degi B. Eggertssyni fyrir heilindi í starfi borgarstjóra og hollustu við almannahagsmuni.

-Takk!

https://www.facebook.com/eirikur.hjalmarsson/posts/10224281252808586

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Við erum ekki sama krúttsamfélag og 1980

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Við erum ekki sama krúttsamfélag og 1980
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Spurningarnar sem ekki komu

Orðið á götunni: Spurningarnar sem ekki komu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Hefja þarf nám í dönsku mun fyrr

Björn Jón skrifar: Hefja þarf nám í dönsku mun fyrr
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína segist ekki vera að leggja Katrínu í einelti

Steinunn Ólína segist ekki vera að leggja Katrínu í einelti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Byggðabót sem bragur er að

Sigmundur Ernir skrifar: Byggðabót sem bragur er að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar